Það gerðist loksins, Parma létu Malesani fjúka, en gengið í ár hefur verið arfaslakt, og síðasta naglinn í kistulokið var 0-2 tap á heimavelli á móti Reggina (ef man rétt enduðu Parma í 3. eða 4. sæti úi fyrra, eða var það 5. ? Who\\\'s counting:)

En sem sagt, þjálfarinn var látinn taka pokann sinn og við tók Arrigho Sacchi, en það var hann sem kom Parma í A-seríuna á sínum tíma. Hann stýrði síðan AC Milan og átti stóran þátt í því að gera þá að því stórveldi sem þeir voru. Hann hefur m.a. þjálfað ítalska landsliðið en það gekk ekki sem best, síðasta liðið sem hann þjálfaði var Atletico Madrid tímabilið 1998-99 en hann var rekinn þaðan.

Spurning er hvort Parma séu að ráða réttan þjálfara en m.a. var rætt um Vialli og Frank Rijkaard sem arftaka Malesani á sínum tíma en ekkert verð að því og Sacchi tók við. Hann er kannski ekki besti maðurinn sem hægt var að ráða en vonandi getur hann komið á hugarfarsbreytingu meðal leikmanna svo að töp eins og á móti Reggina endurtaki sig ekki. Því það er alveg víst að hópurinn er góður og Parma eru sko ekki á réttum stað í deildinni!

Með von um betri og bjartari tíma,
JohnnyB
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _