Ungstirni 2-Wayne Rooney-Everton FC Þetta er önnur grein mín um ungstirnin í enska boltanum. Sú fyrri er um Carlton Cole og þið getið séð hana hér
________________________________ ______

Þegar maður talar um Wayne Rooney kemur ótrúlegur hraði, styrkur og rosaleg ákveðni upp í hugann. Þessi 17 ára piltur er í einu orði: MERGJAÐUR. Hann er fæddur 24. október 1985 í Liverpool og hefur alla tíð verið harður Everton maður. Hann kom upp úr unglingastarfi Everton og skoraði m.a. 8 mörk í FA Cup æskunnar með unglingaliði Everton. Hann var ónotaður skiptimaður í leik gegn Southampton í apríl 2002 og tók gífurlegum framförum sumarið 2002. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton í haust eftir að hafa komið inná sem varamaður á móti Arsenal. Þá varð hann yngsti leikmaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni og hirti það met af Michael Owen ef mig minnir rétt. Þetta var ekkert smá mark, hann fékk boltann inná vallarhelmingi Arsenal, hljóp nokkra metra fram og skaut frábæru innarfótarskoti í slánna inn, óverjandi fyrir David Seaman, markvörð Arsenal. Á þessu tímabili hefur hann leikið 32 leiki Everton og skorað 7 mörk auk þess að hafa leikið 3 landsleiki fyrir Englands hönd, þann fyrsta gegn Áströlum á heimavelli sem tapaðist reyndar 2-1. Hann var valinn BBC Young Sportsperson of the Year fyrir árið 2002 sem er ótrúlegt afrek fyrir dreng sem var aðeins óþekktur skólastrákur nokkrum mánuðum fyrr.

Wayne Rooney = Einfaldlega frábær :)