Ungstirni 1: Carlton Cole-Chelsea Football Club Ég ætla að senda inn greinar um helstu ungstirnin í enska boltanum og afhverju ekki að byrja á Carlton Cole sem er alveg sjóðheitur þessa dagana og er líka í mínu liði (Chelsea).
___________________________________________ _________________

Hann er fæddur 12 Nóvember 1983 í Surrey á Englandi og er því 18 ára.

Hann byrjaði ferilinn hjá Úlfunum í fyrstu deildinni en ekki leist þeim á kauða og settu hann á frjálsa sölu. Eitt gott Tip fyrir stjóra Úlfanna: FÁÐU ÞÉR GLERAUGU!!! :) Hann var fenginn til Chelsea 1. ágúst 2001 og spilaði í unglinga og varaliðinu seasonið 2001/02 og skoraði samtals 35 mörk. Þessi drengur virðist hafa allt sem að hinn fullkomni striker þarf að hafa. Hraða, tækni, skallatækni og vinnusemi eins og ég sá þegar hann spilaði við hliðina á Jimmy Floyd um daginn á móti Bolton.

Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu á móti Everton 6. mars 2002 og stóð sig svo vel þegar að hann kom inná að hann fékk að vera í byrjunarliðinu á móti Middlesboro og skoraði. Hann hefur spilað 1 leik með U-21 landsliði Englands. Hann er 1.91 á hæð og 77 kíló á þyngd. Hann spilaði mikið á undirbúningstímabilinu með aðalliðinu og skoraði nokkur mörk. Í fyrsta leik þessa tímabils skoraði hann jöfnunarmark á móti Charlton og hefur fengið að spila öðru hverju núna upp á síðkastið. Þessi frábæri drengur á sko sannarlega framtíðina fyrir sér og verður í eldlínunni á næstu árum. Hafið augun á þessum snillingi.