Jæja… þá erum við búnir að fá að sjá nýja manninn okkar í action. Ég ætla nú ekki að dæma hann fyrir sinn fyrsta leik, enda ekki hægt að ætlast til að menn falli beint inn í liðið. Þeir þurfa tíma til að aðlagast. Og jafnvel þótt að hann hafi ekki skorað úr færi sem að manni finnst að alvöru striker ætti að skora úr skulum við leyfa honum að njóta vafans meðan hann er að koma sér fyrir.

En óháð framistöðu hans finnst mér nú eiginlega skandall að tapa fyrir Palace. Alveg sama þótt að þetta sé bikarleikur eða what. Alveg sama þótt að við hefðum átt að nýta færin betur… við gerðum það ekki and thats that.

En aftur að Litmanen. Ég er hrifinn af Litmanen, en er eihvernegin ekki alveg … ég veit ekki. Kannski er maður bara kvíðinn að Liverpool sé á sömu leið og þegar Souness var með liðið. Mikið af leikmönnum keyptir, en þetta small einhvernegin ekki. Hann fékk að vísu ekki mikinn frið, og ég er annsi hræddur um að ef að Liverpool fer ekki að verða stapilla, þá verði Houlier fljótlega minnst með sama hætti og Souness