Nýr Frambúningur kynntur Á þriðjudaginn var kynntur nýr og glæsilegur búningur sem knattspyrnuliðið Fram mun leika í. Þá var einnig undirritaður samningur um aðalstyrktaraðila Fram næstu fjögur árin. Samið hefur verið við fyrirtækið Primo um að Fram leiki í Errea búningum næstu árin. Alblá treyja, hvítar buxur og bláir sokkar koma í staðinn fyrir gömlu treyjuna sem líktist Stjörnubúningnum of mikið að mati stuðningsmanna en ermarnar á henni voru hvítar. “Við Framarar eru mjög ánægðir með nýja samstarfsaðilann okkar og erum stoltir af þessum glæsilega bláa og hvíta búningi. Þessi samningur er til fjögurra ára og má geta þess að Intersport verður söluaðili búningsins og munu FRAMarar geta gengið að öllu tengdu FRAMbúningnum í verslunum þeirra”, segir Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri FRAM.

Mikil ánægja er með nýja búninginn sem minnir mig óneitanlega á landsliðsbúning Ítala. Einnig var skrifað upp á samning þess efnis að VÍS verður aðalsamstarfsaðili Fram næstu þrjú árin a.m.k. Samningurinn felur í sér fastar árlegar greiðslur en einnig eru í honum árangurstengd ákvæði sem geta hækkað upphæðirnar. Samningsaðilar hafa ákveðið að upphæðir samningsins séu trúnaðarmál. “FRAM er gott íþróttafélag og þar fer fram jákvætt og uppbyggilegt starf. Þetta er auk þess íþróttafélag hverfisins, þar fer fram mikið og gott uppeldisstarf í yngri flokkum og við viljum tengjast slíku” segir Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS.

Tekið mestmegnis af www.Fram.is.