Það eru svo margir sem halda því fram að Terry Venables hafi eyðilagt Leeds en auðvitað er það kolrangt. Ég var fyrst á þeirri skoðun en ég er ekki lengur á því. Hann er nú kannski ekkert sérstakur knattspyrnustjóri en það er samt ekki hann sem eyðilagði Leeds. Peter Ridsdale og David O\\\'Leary gerðu það í sameiningu. Leeds eru með frábært unglingastarf og því er engin þörf að eyða miklum fjárhæðum í leikmenn. Peter Ridsdale og O\\\'Leary voru bara búnir að reikna út að Leeds myndu vera í Meistaradeildinni næstu 20 árin og alltaf komast í undanúrslitin eða meir (auðvitað ýki ég svolítið). Því leyfði Ridsdale O\\\'leary að kaupa Mark Viduka, Micheal Bridges, Oliver Dacourt, Danny Mills, Seth Johnson, Rio Ferdinand og Jason Wilcox. Þetta var auðvitað bara ávísun á gjaldþrot (he he!!!). Þeir komust reyndar í undanúrslit UEFA cup og ECC en síðan ekki söguna meir. Á síðast tímabili ákvað Ridsdale, af því að O´Leary hefði ekki náð að komast í meistardeildina, að ekki væri lengur óskað eftir nærveru hans á Elland Road. Þá var Venables ráðinn og hann átti bara að redda Leeds. Hann þurfti auðvitað að selja og selja til að redda fjárhagnum. En eitt skildi ég aldrei hjá Venna, hann vildi bara ekki nota Dacourt og David Batty, þeir tveir eru auðvitað snilldar knattspyrnumenn. En hvað um það, Venni gat ekki bjargað Leeds og þeir voru nú komnir í fallhættu. Það var náttúrlega fyrir neðann allar hellur fyrir \\\“kónginn\\\” (Ridsdale). Því ákvað hann að reka Venna og ráða Peter Reid út tímabilið. Hann byrjaði nú ekki vel, tapaði 3-1 fyrir L-pool. Það er bara spurning hvort Reid geti reddað Leeds úr skítnum?