Nú er mér öllum lokið! Parma tapaði 0-2 fyrir Reggina á heimavelli sínum, Tardini, í dag. Það var ekki hægt að fá verri byrjun á nýja árinu. Ég er ekki lítið fúll og vonsvikinn! Davide Donigi sökkti Parma með tveimur mörkum, á 20 og 53 mínútum.
Svona var stillt upp:
PARMA (3-4-3) Buffon; F.Cannavaro, Torrisi, Benarrivo; Fuser, Lamouchi, Almeyda, Micoud (Appiah 89); Conceiçao, Milosevic (Mboma 63), Amoroso
Varamenn sem komu ekki við söguGuardalben, P.Cannavaro, Ludi, Junior, Di Vaio

Hvaða jólasveinn sem er gæti unnið Reggina með þessu liði (með fullri virðingu fyrir þeim Reggina aðdáendum sem kunna að eiga eftir að lesa þetta).