Aston Villa - Fallandi stórveldi? Þetta segir mestmegnist allt sem segja þarf um þetta fornfræga félag sem hefur ekki unnið enska meistaratitillinn síðan 1981.
Nú hef ég sem Villa aðdáandi pælt mikið í því hvað sé að ské á Villa Park. Við höfum nokkuð sterkan hóp, stóran og góðan aðdáendahóp, góðan völl en það sem er slæmt er hvað við höfum hræðilegan stjórnarformann og erum komnir í hóp með Keth Bates stjórnarformanni Chelsea hvað varðar leiðinlegan og nískan stjórnarformann.
En hvað hefur klikkað á þessu tímabili? Af hverju er Aston Villa mun neðar en margir þorðu að spá í haust? Sumir meira að segja töluðu um að þeir hefðu getað barist um meistaradeildarsæti en annað hefur komið uppá.
Aston Villa er í fallbaráttu sem stendur, enga veginn öruggir, það sem þarf að gerast svo við björgumst er að við förum að vinna og að eitthvað af þeim liðum sem er fyrir neðan okkur fari að misstiga sig á endasprettinum.
EF við tölum meira um hópinn sjálfan þá höfum við sterka menn í hverri stöðu, við höfum 2 ágætlega sterka markmenn; Enckelman (sem er samt ekkert sérstakur undir álagi) og Postma, nokkuð sterka varnamenn samanber Mellberg, Johnsen, Delaney og Samuel, góða miðjumenn; Barry, Hitzlsperger, Hendrie, I.Taylor (sem hefur aðeins spilað nokkra leiki á þessu tímabili vegna meiðsla) og Jóhannes Karl. Svo höfum við góða sóknarmenn; Vassell, Dublin, S.Moore, Angel, Allback þannig að ég spyr, hvernig getur lið með annan eins mannskap verið svona neðanlega?
Aston Villa hefur verið óheppið á þessu tímabili, ekkert mark í 15 leikjum, 1 sigur á útivelli, hafa núna ekki skorað í 3 leikjum í röð þannig að það má segja að þetta tímabil hafi verið eintómt klúður.
ÉG vil samt ekki kenna Graham Taylor, stjóra Villa um ófarinar því liðið var farið að spila undir getur þegar John Gregory var við stjórnvölinn.
Í lokin vil ég bara biðja fólk að segja sitt álit á því hvað hafi klikkað á þessu tímabili hjá Aston Villa eða er það bara mestmegnis það sem ég hef sagt hérna?