Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar Lokaleikurinn í Reykjavíkurmóti kvenna fór fram í Fífunni í gær. Þar mættust Breiðablik og Valur. Valsstúlkum duggði jafntefli til að verða Reykjavíkurmeistarar því þær voru með níu stig eða jafnmörg og KR. Hjördís Þorsteinsdóttir kom hinsvegar Breiðablik yfir í leiknum en hetja Vals var Rut Bjarnadóttir sem jafnaði í 1-1 og urðu það lokatölur leiksins. Þar með enduðu Valsstúlkur með 10 stig í deildinni, einu stigi meira KR-stelpurnar. Breiðablik kom í þriðja sætinu með 7 stig. Stjarnan endaði í fjórða með þrjú stig en Þróttur/Haukar ráku lestina án stiga.

Breiðablik mætir á sunnudaginn liði KR í Meistarakeppni KSÍ, kvennaflokki. Með sigri fá þær titilinn “Meistarar meistaranna” en leikurinn verður í Egilshöll og hefst kl.18:00. Það er engin afsökun fyrir því að mæta ekki því aðgangur að leiknum er ókeypis.