ég hef valið að skrifa um alla leikmennina í PL og undir stendur hvaða lið er með bestu mennina í stöðunum




Markmenn:Seaman(Ars.), Barthez(Man.), Given(New.): um þessar mundir er Bartehz að fara á kostum og sýnir sig sem einn besti markmaður heims eftir góða og léglega tíma í Manchester borg síðan komuna frá Monaco. Seaman hefur fengið gagnrýni undarfarið og er pressa á að hann hætti ferlinum eftir leiktíð nr.13. Tímabil hans í “the Gunners” er enginn spegill velgengi Arsenal. Given írskur landsliðsmaður er frábær og traustur markmaður. Hann byrjaði ferilinn í Blackburns R og eftir för til Swindon og Sunderland er hann lentur í Newcastle.


1-Barthez
2-Given
3-Seaman

Bakverðir: Hughes og Bernard (New.), Silvestre og Neville (Man.), Lauren og Cole (Ars.): Bobby Robson hefur verið að vinna í vörninni og keypt leikmenn fyrir samtals 14 m. p. sem fóru í tómann vasa Leeds og vasa Ipswich fyrir Woodgate og Bramle. Það er komin ró inní vörnina en bakverðirnir hafa unnið gott starf og ekkert vandamál með Frakkann Bernard sem kom frá Lyon eða N.írska landsliðsmanninn Hughes. Lauren og Cole hafa reynst mjög vel á þeirra tíma í Arsenal og eru báðir landsliðsmenn fyrir Kamerún og England. Cole er ræktaður Arsenalmaður sem komst í liðið vegna meiðsla leikmanns (eins dauði er annars brauð) og stóð sig frábærlega. Lauren kom ódýrt frá Mallorca, en þeir féglagar eru sækjandi sem er stór kostur. Silvestre og Neville hafa verið ágætir í vetur en hafa átt betri leiktímabil. Neville hefur fengið gagnrýni fyrir lélega frammistöðu en virðist betra nú. Neville er Unitet ræktaður leikmaður en Silvestre kom til ‘rauðu djöflanna’ eftir eina leiktíð í Inter þar sem hann var sóttur frá Rennes. Báðir eru þeir landsliðsmenn.

1-Lauren og Cole
2-Silvestre og Neville
3-Bernard og Hughes


Vörn: Dabizas og Woodgate (New.), Ferdinand og Brown (Man.), Cambell og Keown (Ars.): Ferdinand var sóttur á Leeds útsölunni fyrir ekkert útsöluverð en 30 m. p. til að fylla útí skarð Jaap Stam og til að fá jafnvægi í vörnina en hefur ekki fengið neina draumabyrjun. En á hinn bóginn hefur Wes Brown fengið gott tímabil og er endanlega kominn í liðið eftir meiðsli og leiðindi. Ferdinand er landsliðsmaður eftir að hafa verið í West Ham og Ledds , en Brown hefur ennþá sinn fyrsta landsleik til góða. Á bekknum er írski landsliðsmaðurinn O´Shea og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Lauren Blanc.
Keown sem er 35 og á mikla reynslu að baki í Everton, Aston Villa og Brighton en er ræktaður hjá “the Gunners”, er byrjaður að eldast og vantar svolitla tækni en er annars frábær. Við hlið hans er landsliðsmaðurinn Sol Cambell sem kom frá Tottenham 2001 og hefur verið einn besti varnarmaður í ensku deildinni. Varamaðurinn Pascal Cygan er einfaldlega hörmulegur og mistækur eftir annars ágæta byrjun í London. Woodgate kom frá útsölunni í Leeds og er einn besti varnarmaðurinn í PL. Kom fyrir “aðeins” 9 m. p. . Við hlið hans er Grikkinn Dabizas sem kom fyrir 1,3 m. p. og hefur reynst vel og er elskaður af New. mönnum

1-Cambell og Keown
2-Ferdinand og Brown,
Dabizas og Woodgate


Kantar: Giggs og Beckham (man.), Pires og Ljungberg(Ars.) Solano og Robert(New.). Giggs hefur átt “la-la leiktíð” en sögur ganga um að hann sé á förum til Inter. Þessi Manchester United ræktaði leikmaður sem ungur var kosinn efnilegasi leikmaður ársins tvisvar sinnum, og er einn besti leikmaður í heimi. Beckham hefur líka átt “la-la leiktíð” hefur meira verið í fjölmiðlum út af skósparkinu fræga, og sögunum af ferð til Ítalíu en út af fótbolta. Hann sannar sig enn sem lang besti aukaspyrnari í heimi og á ekki skilið neina gagnrýni, þótt hann hafi fengið hana (sem næstum allir í man utd fengu) í byrjun leiktíðar.Pires kom frá Marseille á 6 m. p. og hefur staðið sig frábærlega, hefur samt lent í meiðslum en er í stórgóðu formi aftur og til má geta að hann byrjaði ferilinn í Metz sem meðal annars ræktaði Fulham-manninn Luis Saha. Hann er einn af sex Frökkum í hóp Wengers. Á hægri kantinum nr. 8 er Svíinn Fredrik Ljungberg sem kom frá Halmstad eins og margir vel þekktir Svíar. Hann þurfti líka comeback í ár, en hefur annars spilað 22 leiki og skorað 4 mörk, en inn á milli er Frakkinn Wiltord valinn fram fyrir Norðurlandamanninn, en bara stundum. Er góður og hættulegur fyrir framan markið. Solano kom frá Boca J. en Perúmaðurinn byrjaði ferilinn í Sporting Crystal og í þessari leiktíð hefur hann leikið 37 leiki og skorað 5 mörk. Hann er landsliðsmaður, getur leikið báðu meginn og einnig sem bakvörður. Laurent Robert kom frá PSG á 10,5 m. p. árið 2001 og hefur átt góð tímabil í Newcastle, hann er vinstri miðjumaður og á 9 landsleiki að baki.


1-Pires og Ljungberg
2-Giggs og Beckham,
Solano og Robert

Miðja: Gilberto og Viera (Ars.) Keane og Veron (Man.) Speed og Dyer (New.) Gilberto kom frá brasílíska Atletico Mineiro á 4,5 m. p. og hefur átt frábæran tíma í Lundúnum skorað 3 mörk m.an. metmarkið í CL á móti Ajax. Saman með Viera eru þeir ein sterkasta miðjulína í heimi. Báðir eru þeir aftanliggjandi miðjumenn en vængirnir eru sækjandi og Silva getur líka sótt fram. Viera hefur haft svo gott ár svo kóngaliðið Real Madrid hafa sýnt áhuga en hann var einn af nokkrum sem koma frá bekknum í Inter yfir í heimsklassa en byrjaði ferilinn í kvikmyndaborginni Cannes. Keane er við að vera slitinn, en er ennþá fyrirliðinn og stjórnar miðjunni, kom frá Nottingham Forrest í 1993 og er mjög vinsæll meðal Man. fólks. Veron er fyrst núna að slá í gegn eftir erfið tímabil hjá Manchester en kom frá Lazio fyrir 21. m. p. eftir að hafa verið í Sampdoria, Parma, Boca og Estudiantes. Gary Speed Welesherjinn sem hefur verið frábær með Newcastle gegnum árin, kom frá Everton eftir að hafa verið í Leeds, landsliðsmaður. Dyer fyrrv. Ipswichmaður er nú í landsliðinu og stjórnar miðjunni.


1-Keane og Veron
2-Silva og Viera,
Dyer og Speed

Sókn: Henry og Wiltord, Bergkamp, Kanu eða Jeffers (Ars.), Nistelroy og Scholes, Forlan eða Solskjær (man.), Sherear og Bellamy(New.) Bellamy kom frá Coventry í byrjun leiktíðar eftir þrjú ár í Norwich. Eftir tímabil í fallbaráttu og fyrstu deild er Walesverjinn einn aðalframherji CL-leikandi Newcastle. Við hlið hans er einn besti leikmaður PL allra tíma Alan Shearer en eftir hann hætti með landsliðinu hefur hann farið á kostum og skorað helling af mörkum. Á fortíð í Blackburn og Southampton. Nistelroy kom frá PSV 2001 á 19 m. p. og hefur verið frábær og alltaf val nr. 1 hjá Ferguson. Hefur verið í Heerenveen og Den Bosch og er einn af mörgum í ”Hollands-SC-martröðini”. Forlan kom frá Independent á 6,5 m. p. Eftir baráttu við Middelborogh valdi hann æskulið sitt. Minnir að hann hafi ekki skorað nein mörk í fyrstu 20 leikjunum, en er byrjaður að skora mörk. Solskjær valdi Manchester en átti möguleika á Juve og öðrum stórliðum. Að mínu mati er hann besti leikmaður Manchester en á nokkrar fimmur og þrennur að baki. Scholes er mest miðjumaður en er oft bak við Nistelroy. Ræktaður Manchester maður. Eftir að hafa verið varamaður í Juve er hann einn besti leikmaður heims og talan 192 leikir og 106 mörk sannar bara virði markahæsta manninn í PL. Wiltord hefur ekki sýnt sig að vera þeirra 11,5 m. p. virði sem Arsenal fékk hann fyrir frá Nates. Bergkamp gamli flughræddi kallinn sem kom frá Inter eins og margir úr hóp Wengers. Jeffers sem kom ungur frá Everton Liverpoolborg sannar sig alltaf inná vellinum en sóknarmennirnir eru margir og baráttan hörð. Kanu er óvinnsæll í liðinu fyrir löngun hans í að komast burt og ENN einn fyrrv. Inter maðurinn.

1-Arsenal sóknin
2-Newcasle sóknin
3-Man sóknin
þetta er ekki partur af korkinum