Þar sem að mér finnst að umræðan sé fremur um það hverjir vinna finnst mér ágætt að henda inn einni grein um það hverjir falla. ‘Eg ætla að segja mína spá og endilega segið ykkar skoðanir á því hverjir falla.

15. Aston Villa. Villa menn hafa ekki verið að leika vel á þessari leiktíð, rétt eins og á þeirri síðustu. Það hefur vantað stöðugleika og mér finnst leikmenn bara ekki leggja sig 100% fram. Það eru fullt af fínum leikmönnum þarna eins og Gareth Barry, Dion Dublin, Jói Kalli og fleiri. Sóknin hefur verið þeirra aðalvandamál og þeir hafa ekki skorað mikið á útivelli.

Lykilmenn:

Gareth Barry: Hann hafði verið að spila sem miðvörður mörg undanfarin ár en var færður á kantinn og hefur verið að leika feykilega vel þar. Hann er góður í fyrirgjöfum og á heima í landsliðinu að mínu mati.

Dion Dublin: Hanner gamall refur og hefur ósjaldan skorað með skalla eftir fyrirgjafir frá Barry. Reynsla hans og þekking hefur hjálpað ungum mönnum. Ferill hans var af mörgum talinn búinn þegar hann var lánaður í fyrra til Millwall, en hann kom aftur og hefur verið með betri mönnum Villa í ár.

Jóhannes Karl Guðjónsson: Hann var fenginn að láni frá spánska liðinu Real Betis, en þar hafði hann verið í útlegð í marga mánuði. Hann byrjaði vel og skoraði í sínum fyrsta leik. Aston villa vann tvo leiki í röð eftir að hann kom og hann átti mikinn þátt í því, hann er mikilvægur fyrir Villa liðið og hann segir að Roy Keane sé fyrirmynd hans sem er ekki skrýtið vegna þess að hann er ekki hræddur við að fara í 50/50 bolta. Hann hefur fengið 1 rautt spjald á leiktíðinni.


16. Bolton Wanderers. Bolton hafa spilað ágætleg á köflum og hafa oft fengið á sig síðbúin jöfnunarmörk. Þeir eru með frekar gamalt lið sem að gæti reynst gott í fallbaráttunni. Þeir hafa marga góða spilara á borð við Jay Jay Okocha, Guðna Bergs, Youri Djorkaeff og fl. Það er ljóst að það verður erfitt fyrir þá að tolla uppi en ég held að þeim takist það annað árið í röð.

Lykilmenn:

Jay Jay Okocha. Hann var fenginn ókeypis frá franska liðinu Paris Sg. sem að keyptu hann á sínum tíma á 10 milljónir punda frá Tyrknesku risunum í Fenerbache. Hann er geysilega leikinn með boltann og er vinsæll hjá stuðningsmönnum Bolton. Hann hefur spilað 24 leiki fyrir Bolton og skorað 4 mörk.

Ivan Campo: Ivan Campo er á lánssamningi frá Real Madrid. Campo er sterkur varnarmaður með góðan leikskilning. Hann hefur leikið 85 leiki fyri Real Madrid og tvo landsleiki fyrir Spán. Hann hefur leikið nokkuð vel fyrir Bolton og er mikilvægur fyrir félagið í fallbaráttunni.

Guðni Bergsson: Hann var fenginn til Bolton 1995 og hefur verið lykilmaður þar síðan. Hann er menntaður lögfræðingur og er vinsæll hjá stuðningsmönnunum vegna nærgætni hans og leikskilnings. Guðni er 37 ára og stefnir að því að leggja skónna á hilluna í vor.

17. West Ham United. West Ham hafa ollið miklum vonbrigðum á þessari leiktíð. Þeir áttu góða leiktíð í fyrra og lentu í 9. sæti deildarinnar. Þeir hafa aðeins verið að rétta úr kútnum í síðustu leikjum og hafa ekki tapað í 3 leikjum í röð. ’Eg held að þeir eigi eftir að bjarga sér með góðum lokaspretti. Mér finnst samt að þeir eigi að leita sér að nýjum þjálfara fyrir næsta tímabil.

Lykilmenn:

Paolo Di Canio: 'Italinn knái hefur spilað ágætlega í vetur og skorað 7 mörk. Hann hefur komið víða við og spilað m.a. hjá AC Milan, Celtic, Sheff. Wed og Napoli. Hann er ekki mikill markaskorari, en skilar alltaf sínu. Hann er fyrirliði West Ham og er mjög mikilvægur fyrir félagið. Hann yfirgefur líklega herbúðir West Ham í sumar og hafa lið eins og Portsmouth, Middlesbrough og Reading verið orðuð við kappan.

Joe Cole: Cole er mjög skemmtilegur leikmaður. Hann er talinn einn efnilegasti leikmaður Englendinga. Hann hefur spilað 8 landsleiki fyrir England og um 150 fyrir West Ham. Hann hefur mikla tækni og er leikinn með knöttinn. Það hefur kannski ekki orðið jafn mikið úr honum eins og maður hélt þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999, en hann er samt góður og er lykil maður hjá West Ham.

Lee Bowyer: Bowyer var fenginn til hamrana á lítið sem ekki neitt fyrr á þessu ári. Hann skrifaði undir samning til loka tímabilsins sem verður endurskoðaður ef að West Ham heldur sér uppi. Hann hefur kannski ekki alveg náð að sína sitt rétta andlit með West Ham en er samt mjög góður leikmaður þegar hann nær sér á strik. Hann hefur átt í nokkrum vandræðum utan vallar sem ég nenni ekki að telja upp hér. Hann gæti farið í sumar og hafa Valencia verið nefndir í því samhengi.


18. Birmingham. Þeir eru nýliðar í deildinni og það hefur oft farið svo að nýliðar fara beint niður aftur. Ég held að það verði tilfellið núna hjá Birmingham en þeir eru einfaldlega ekki með nógu gott lið fyrir úrvalsdeildina. Vörnin er slöpp, miðjan er ágæt og sóknin bitlaus. Þrátt fyrir tilkomu manna eins og Crystophe Dugarry, Ferdinand Coly, Robbie Savage, Stephen Clemence, Matt Upson Clinton Morrison, Alou Cisse og Jamie Clapham þá vantar einhvað. Þrátt fyrir að þeir séu 4 stigum frá fallsæti akkúrat núna þá held ég að þeir falli.

Lykilmenn:

Robbie Savage: Savage var keyptur á 2.5 milljónir punda frá Leicester City fyrir tímabilið. Hann hefur staðið sig vel fyrir Birmingham og hefur bundið miðjuna vel. Hann er vinsæll hjá stuðningsmönnum Birmingham en hataður hjá stuðningsmönnum annara liða. Hann hefur leikið 31 leik fyrir Birmingham á þessu tímabili, skorað 3 mörk og fengið 11 gul spjöld!!

Matthew Upson: Upson var fenginn frá Arsenal í janúar á þessu ári. Hann hefur leikið mjög vel í vörninni. Upson spilaði ekki marga leiki fyrir Arsenal-menn. Þetta voru góð kaup hjá Steve Bruce, sem að sannast kannski á því að hann var valinn í landsliðið fljótlega eftir það. Upson er án efa lykilmaður í vörn Birmingham og það kæmi ekki á óvart ef að einhvað annað lið í úrvalsdeildinni myndi klófesta hann ef að Birmingham fellur í vor.

19. Sunderland. Þetta tímabil hefur verið í einu orði sagt hörmung hjá Sunderland. Þeir byrjuðu á því að reka Peter Reid sem að mér fannst rangt af hálfu Sunderland. Svo gerðist enn verri hlutur, þeir réðu Howard Wilkinson. Hann náði vægast sagt hörmulegum árangri og vann aðeins einn leik í deildinni. Hann var rekinn. Mick McCarthy var ráðinn. Sunderland hafa verið í miklum vandræðum allt tímabilið og eru aðeins með 19 stig eftir 30 leiki sem er skelfilegt hjá liði með svona mannskap. Framlínan hefur verið hræðileg og liðið aðeins skorað 19 mörk. Liðið spilaði leiðinlega knattspyrnu undir stjórn Wilkinson og menn virkuðu eins og þeir hefðu ekki áhuga á því sem þeir voru að gera. Ég held að McCarthy nái að blása einhverju lífi í svörtu kettina en það verður ekki nóg til að halda þeim uppi.

Lykilmenn:

Thomas Sörensen: Hann hefur ekki spilað mikið í vetur vegna meiðsla. En í þeim leikjum sem hann hefur spilað hefur hann oft haldið þeim á floti með góðri markvörslu. Hann er markmaður nr.1 í danska landsliðinu og hefur leikið 22 leiki fyrir Dani. Hann fær mikla samkeppni um sæti í liðinu vegna þess að fyrir eru hjá liðinu Jurgen Macho og Mart Poom. Hann yfirgefur líklega Sunderland í sumar ef að Sunderland fellur.

Tore Andre Flo: Þetta voru síðustu kaup Peter Reid. Hann keypti hann frá Rangers á tæpar 7milljónir punda. Flo er stór og sterkur framherji sem hefur ekki alveg náð að sýna það sem í honum býr. Hann hefur leikið um 30 leiki fyrir svörtu kettina og skorað 6 mörk. Hann kom frá Glasgow Rangers þar skoraði hann grimmt eða 61 mark í 72 leikjum. Rangers keyptu hann á sínum tíma fyrir 12 milljónir punda frá Chelsea þar sem hann stóð sig mjög vel.

Kevin Phillips: Kevin fór hamförum á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni. Hann skoraði þá 30 mörk í deildinni og var markahæstur. Þegar Kevin byrjaði í fótbolta þá þótti hann ekki neitt rosalega efnilegur. Hann var spilandi með utandeildarliðinu Baldock Town. Það voru svo Watford sem að uppgötvuðu hæfileika hans og hann spilaði 65 leiki fyrir Watford og skoraði 25 mörk. Hann gekk svo til liðs við Sunderland fyrir tímabilið 97/98 og skoraði 35 mörk í fyrstu deildinni og átti stóran þátt í því að Sunderland komst upp. Hann hefur leikið samanlagt 229 leiki fyrir Sunderland og skorað 131 mark, fyrir enska landsliðið hefur hann leikið 8 leiki en ekki tekist að skora.


20. W.B.A.: West Bromwich Albion eru í rauninni fyrstu deildar lið í úrvalsdeild. Þeir hafa engar stjörnur og leikmenn eru á fyrstu deildarlaunum. Þetta tímabil hefur í sjálfu sér ekki verið nein vonbrigði fyrir West Brom, þeir hafa unnið fimm leiki sem er alveg ásættanlegt. Það voru ekki margir fyrir tímabilið sem að spáðu því að þeir myndu halda sæti sínu í deildinni, nema kannski stuðningsmenn liðsins. Ef að þeir halda sama hóp í fyrstu deildinni að ári þá gætu þeir komist upp aftur. Markaskorun hefur verið vandamál hjá liðinu og liðið aðeins skorað 21 mark í deildinni. Ég sé ekki margt sem getur bjargað þeim frá falli, en kannski komast þeir upp aftur.

Lykilmenn:

Jason Koumas: Gary Megson gerði góð kaup þegar hann keypti velska miðjumanninn Jason Koumas á 2.25 milljónir punda frá Tranmere Rovers. Hann var undir smásjá margra liða í úrvalsdeildinni en fór til W.B.A. Hann er leikinn með boltann og góður skotmaður. Hann dreifir spilinu á miðjunni og er mikilvægur fyrir “the baggies”

Russel Hoult: Hoult var keyptur frá Portsmouth á 425,000pund. Í 1.deildinni í fyrra þá hélt hann u.þ.b 25 sinnum hreinu. Núna í úrvalsdeildinni hefur öldin verið önnur, hann hefur haft í nógu að snúast á milli stangana með heldur slappa vörn fyrir framan sig. Hann hefur staðið sig frábærlega og ekki honum að kenna hversu mörg mörk W.B.A hefur fengið á sig. Margir hafa talað um að hann eigi heima í landsliðinu. Kannski gerist það ef hann kemst að hjá stærra liði þar sem hæfileikar hans fá betur að njóta sín.


Vonandi höfðuð þið gaman að þessu, endilega komið með ykkar skoðanir og tjáið ykkur um greinina.

Kveðja,
Gummo55