Nokkrar fréttir úr líðandi stund í Enska boltanum Andy Cole missti sæti sitt í Blacburn vegna ósættis

Andy Cole var ekki með Blackburn gegn Arsenal vegna ósættis. Ástæðan var sú að hann lenti saman við Graeme Souness stjóra Blackburns liðsins á æfingu í vikunni og var því tekinn úr liðinu. Eftir að hafa verið rekinn úr búningsklefanum ók Cole burt af æfingasvæðinu. Félagar hans í liðinu voru hissa á þessu atviki sem hófst með meinlausum samræðum milli þeirra tveggja. Souness reyndi að fá félaga Cole, Dwigth Yorke til að aðstoða sig við að ná fram ´sáttum en Cole segir að hann hafi ekkert að biðjast afsökunar fyrir og missti því sæti sitt í liðinu. Souness hefur nú sagt Cole að ef hann vilji komast í liði verði hann að biðjast afsökunar.

Roy Keane ekki næsti stjóri Man Utd

Framkvæmdastjóri Man Utd, Peter Kenyon sagði að Roy Keane yrði ekki næsti knattspyrnustjóri liðsins eftir að Ferguson hættir. Keane hefur staðfest það að hann vilji verða knattspyrnu stjóri Man Utd eftir að Ferguson hættir og Ferguson sjálfur hefur sagt að Keane yrði frábær knattspyrnu stjóri.
Copy Pastað af fotbolti.net :
,,Roy Keane verður ekki næsti stjóri Manchester United. Ég veit að Roy er framlenging á Sir Alex á vellinum og að hann hefur sagst vilja stjórna United einn daginn en það er ólíklegt að hann taki strax við af núverandi stjóra. En það þýðir þó ekki að Roy gæti stjórnað liðinu einn daginn." segir kenyon

Kv. Azde