Lee Sharpe mun spila með Grindavík í sumar! Það eru gleðitíðindi fyrir Grindvíkinga og eiginlega bara íslenskan fótbolta að Lee Sharpe ætlar að spila með Grindavík í sumar. Sharpe líst vel á komandi sumar og er fullur tilhlökkunar að takast á við það verkefni að spila með Grindvíkingum. Hann kom hingað til lands fyrir hálfum mánuði til að kanna aðstæður og leist honum vel á, kom það honum reyndar á óvart hvers vel við erum sett. Hann hefur m.a.leikið með Man. Utd., Leeds Utd., Bradford, Exeter og Sampdoria. Lee Sharpe hefur ekkert leikið síðan hann var á mála hjá Exeter í 3. deildinni síðastliðið haust en samt sem áður er búist við miklu af kauða.

Bræðurnir Sigurbjörn og Jón Gauti Dagbjartssynir standa að komu Sharpe til landsins. “Þetta er ekki samningur til langs tíma heldur ”leik fyrir leik“ samningur. Hann getur því farið komi freistandi tilboð að utan. Sharpe kemur til okkar í byrjun apríl og fer með liðinu í æfingaferðina til Spánar en kemur svo ekki aftur til Íslands fyrr en um mánaðarmótin apríl/maí.” sagði Sigurbjörn í samtali við vefsíðuna Gras.is í dag.