Endurkoma Guðna Bergs Guðna Bergssyni, varnarmanni hjá Bolton í Englandi, brá þegar síminn hringdi um daginn og á línunni var landsliðsþjálfari okkar hann Atli Eðvaldsson. Ræddu þeir saman lengi og á endanum var það komið á hreint að Guðni sem er 37 ára myndi snúa aftur í landsliðshópinn eftir hlé sem stóð í 5 og 1/2 ár. “Ég hlakka mikið til að mæta Skotum og mun gefa mig allan í leikinn. Þegar frá líður verð ég eflaust mikið sáttari við þessi endalok mín á landsliðsferlinum, en hefði annars verið. Mér finnst talan 78 þegar mikið viðkunnanlegri en 77.” sagði Guðni við Morgunblaðið. Enskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga enda er Guðni einn af betri varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Telja sumir að ákvörðunin um að kalla á Guðna hafi verið tekin vegna þess að Hermann Hreiðarsson verður ekki með gegmn Skotum vegna meiðsla en Atli hefur þetta að segja: “Ég hefði valið Guðna jafnvel þó Hermann væri heill. Ég hef alltaf vitað að Guðni yrði tilbúinn þegar við þyrftum á honum að halda.”

Guðni hefur ekki leikið með landsliðinu síðan gegn Írlandi í september 1997 en hann var svo tekinn úr liðinu aðeins 3 dögum fyrir útileik gegn Rúmeníu ytra í október, mánuði síðar. En hann mun snúa aftur og verða í hjarta varnarinnar í Skotlandi 29.mars. Ísland leikur vináttuleik við Finnland í lok apríl og mætir Færeyjum og Litháen í undankeppni EM 7. og 11. júní. Þá ætlar Guðni að vera búinn að leggja skóna endanlega á hilluna en Bolton leikur sinn síðasta leik í ensku úrvalsdeildinni 11. maí. Það er því spurning hvað gamli kallinn gerir?

Annars er þetta hópurinn sem Atli ætlar að taka með út:
1 Birkir Kristinsson ÍBV
2 Árni Gautur Arason Rosenborg BK
3 Rúnar Kristinsson Sporting Lokeren St.
4 Guðni Bergsson Bolton Wanderers FC
5 Arnar Grétarsson Sporting Lokeren St.
6 Þórður Guðjónsson VfL Bochum
7 Lárus Orri Sigurðsson West Bromwich Albion
8 Brynjar Björn Gunnarsson Stoke City
9 Pétur Hafliði Marteinsson Stoke City
10 Heiðar Helguson Watford FC
11 Arnar Þór Viðarsson Sporting Lokeren St
12 Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea FC
13 Marel Baldvinsson Sporting Lokeren St.
14 Ívar Ingimarsson Brighton
15 Jóhannes Karl Guðjónsson Aston Villa
16 Bjarni Þorsteinsson Molde FK
17 Gylfi Einarsson Lilleström SK
18 Indriði Sigurðsson Lilleström SK