Mikið hefur verið sent inn af greinum sem eru teknar beint af slúðurvefnum gras.is og mest af því verið um kaup og sölur einstakra leikmanna. Stjórnendur vefsins tóku nýlega saman í einn lista allar þær kaup-/sölu fréttir sem birtust á vefnum árið 2000. Af 114 fréttum frá þeim reyndust aðeins 19 innihalda smá sannleikskorn sem telst nú ekki vera mjög góður árangur. Sem dæmi um áreiðanleikann hjá þeim eru hér fréttir um Rio Ferdinand:

21/4 - Rio Ferdinand er á leiðinni til Leeds. Hugsanlega í skiptum fyrir Danny Mills, David Hopkin og Michael Duberry.
26/5 - Rio Ferdinand er búinn að semja við Man Utd og hann verður kominn til liðs við þá fyrir leiktíðina.
18/7 - Rio Ferdinand yfirgefur Upton Park og er sagður á leiðinni til Juventus, Inter Milan eða Manchester United.
9/10 - Framtíð Rio Ferdinand er loks komin á hreint. Hann er á leið til Liverpool fyrir £15 millur.

Ég held við ættum að hætta að senda inn fréttir frá grasinu og leita annað eftir upplýsingum.
kv.