Í þessum mánuði hafa Lazio bætt heimsmet með því að krækja í Hernan Crespo frá Parma fyrir 36M enskra sterlingspunda.

Núna í gær hafa Real Madrid bætt þetta heimset og keypt Portúgalann Luis Figo frá erkifjöndum sínum Barcelona fyrir einhver há ósköp, ég man því miður ekki verðið.

Væri ég þjálfari Barcelona myndi ég kaupa David Beckham frá Manchester United fyrir enn hærra kaupverð og slá heimsmet með því, því Barcelona er það ríkt lið að það getur alltaf keypt einhvern svona mann!

Ég tel þetta innan ítalskrar knattspyrnu vegna þess að gamla metið var ítalskt!