Liverpool varð deildarbikarmeistarar þegar þeir lögðu Manchester United að velli með 2 mörkum gegn engu, leikurinn fór fram á Þúsaldarleikvangnum í Cardiff. Steven Gerrard kom Liverpool yfir á 39 mín með glæsilegum skoti í bláhornið en boltinn var af David Beckham leikmanni Manchester United, Michael Owen innsiglaði sigur á 87 mín eftir að hann slapp í gegn.

Jerzi Dudek markvörður Liverpool var maður leiksins, Hann varði tvisvar frá Ruud van Nisteroy með miklu tilþrifum einnig varði hann glæsilega frá Verón og Henchoz bjargaði síðan frá Paul Scholes. Liverpool er búið að vinna Manchester United 6 sinnum í 7 síðustu viðurreignum.

Manchester United var meira með boltann í fyrri hálfleik og áttu fyrsta dauðafæri leiksins þegar sending kom inná deig enn boltinn fór rétt fram hjá markinu. Liverpool átti ekki miklil dauðafæri í fyrri hálfleik en skorðu samt glæsilegt mark. Liverpool byrjaði seinni hálfleik vel Owen slapp í gegn en Roy Keane bjargaði því.
Liverpool skoraði síðan á 87 mín og þá átti Manchester enga möguleika og Liverpool er því Wortinghton meistari.