Birkir ver markið gegn Skotum Að öllum líkindum mun Birkir Kristinsson verja mark Íslendinga gegn Skotum eftir rúman mánuð ytra í undankeppni EM. Árni Gautur Arason er á leið í aðgerð á olnboga á mánudaginn og er ljóst að hann verður frá í vel á annan mánuð eftir hana. Forráðamenn Rosenborgar vildu endilega að hann færi sem fyrst í aðgerðina en þetta þýðir að Birkir markvörður ÍBV mun standa á milli stanganna í leiknum mikilvæga. Ísland er í 3. sæti riðilsins með 3 stig eftir 2 leiki en Skotar í 2. sæti með fjögur stig, eftir jafnnarga leiki.

Árni gæti verið búinn að jafna sig í tíma en á því eru ekki miklar. “Læknirinn talar um að ég verði frá í 4-6 vikur svo það lítur ekki út fyrir að ég verði klár í leikinn við Skotana. Ég er samt ekki búinn að gefa upp alla von.” sagði Árni við Morgunblaðið. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir íslenska knattspyrnu-unnendur því Árni er okkar langbesti markvörður. Birkir er kominn á háan aldur og ekki jafn góður og áður. Hann spilaði í markinu í vináttuleiknum gegn Ungverjalandi í September í fyrra og fékk þá á sig mjög klaufalegt mark í 0-2 tapi.