Núna ætla ég að skrifa svipaða grein og um markmennina, þ.a.s. nr. 20 lélegastur o.s.frv. Njótið vel:

20. Glenn Roader, West Ham. Hann er einfaldlega bara lélegur stjóri og ég hef ekkert meira um það að segja.

19. Howard Wilkinsson, Sunderland. Hann er nú eiginlega ekkert betri en Roader, ég hef hann aðeins fyrir ofan hann vegna fyrri afreka en hann hefur náð hræðilegum árangri með Sunderland og ætti að vera rekinn á stundinni, ég segi bara eins og stuðningsmenn Sunderland við ráðningu hans “þeir hefðu alveg eins getað ráðið asna í staðin fyrir hann!!”

18. Jean Tigana, Fulham. Hann kom frá Monaco í Frakklandi til Fulham en þá voru þeir í 1. deild. Hann burstaði deildina með yfir 100 stig ef ég man rétt. Þeir enduðu svo tímabilið í úrvalsdeildinni rétt fyrir ofan fall, nokkuð sem ég bjóst ekki við, hann er undir pressu hjá Fulham núna en hann verður líklega látinn fara í sumar.

17. Graham Taylor, Aston Villa. Hann náði ágætis árangri með Watford en hann hefur ekki náð nógu góðum árangri í ár.

16. Greame Souness, Blackburn R. Hann náði að koma þeim upp úr 1. deildinni sem var ekkert rosa afrek, náði ömurlegum árangri með Liverpool og er ekki að gera neitt ógurlega hluti með Blackburn. Hann fer mikið í taugarnar á mér.

15. Sam Allardyce, Bolton. “Big Sam” eins og hann er kallaður náði að gera lið Notts County County að 3.deildar meisturum á sinni fyrstu leiktíð þar, hann vakti síðar áhuga Bolton manna sem voru í 1.deild á sinni fyrstu leiktíð komst hann í umspil en tapaði fyrir Ipswich Town. Næsta tímabil lenti liðið í 3. sæti deildarinnar og þurfti að fara aftur í umspil en nú vann hann, með því að slá út W.B.A og svo vinna Preston í úrslitum.

14. Steve Bruce, Birmingham. Hann hefur gert fína hluti með liðið og kom liðinu upp úr fyrstu deildinni í fyrra, einnig var hann miðvörður hjá Manchester United við góðan orðsír.

13. Gary Megson, W.B.A. Hann var rekinn frá Stoke árið 1999 og tók við liði West Brom sem barðist í bökkum í 1.deild, hann náði að bjarga liðinu frá falli og tímabilið eftir lenti hann í 2 sæti deildarinnar. Því var hann kominn upp í úrvalsdeil með 1.deildar lið. Þá meina ég að liðið sé með fyrstudeildar leikmenn á fyrstudeildarlaunum. Flestir spáðu því að liðið myndi steinfalla en þeir eru í mikilli baráttu um sæti í deildinni að ári. Samt held ég nú að þeir falli.

12. Steve McClaren, Middlesborough. Hann byrjaði sem aðstoðarframkvæmdarstjóri (langt orð maður!!!) hjá Derby County síðar gegndi hann sama starfi hjá Man Utd og enska landsliðinu. Hann hefur ekki náð neit sérstökum árangri með Boro en er virtur þjálfari sem ég efast ekki um að eigi eftir að ná langt.

11. Terry Venables, Leeds United. Hann náði frábærum árangri með enska landsliðið, Barcelona og fleiri liðum, en hjá Leeds hefur allt gengið á afturfótunum, enda þurft að selja mikið af sínum bestu mönnum, þetta er góður þjálfari sem á mikið inni.