Leik AC Milan gegn Torino í ítölsku deildinni í knattspyrnu var frestað á laugardag er síðari hálfleikur átti að hefjast þar sem stuðningsmenn Torino reyndu að komast inná völlinn. Lögreglan þurfti að beita táragasi til þess að hafa hemil á áhorfendum sem rifu upp sæti úr áhorfendastúkum Delle Alpi-vallarins og hentu í átt að leikmönnum sem og lögreglu. Eins og áður segir reundu áhorfendur að brjóta sér leið inná völlinn en háar girðingar eru umhverfis vellina á Ítalíu en slíkar girðingar eru t.d. bannaðar á enskum knattspyrnuvöllum. Luca Palanca dómari leiksins brá á það ráð að fresta leiknum þar sem táragasið hafði áhrif leikmenn beggja liða. Um helgina tillkynnti ríkistjórn landsins hertar aðgerðir gegn óróaseggjum á knattspyrnuvöllum en fregnir um þær aðgerðir náðu ekki eyrum stuðningsmanna Torino sem er í næst neðsta sæti deildarinnar.
Kveðja kristinn18