Ég vildi bara monta mig á því að ég er að fara til ítalíu 8-13 mars og horfa á 3 leiki fyrstan kynni ég Milan Chievo, ég er búinn að kaupa miða á annarri hæð á rauða svæðinu sem kostaði skíta 2000 kall þessi leikur er á sunnudaginn. Svo á þriðjudaginn er komið að öðrum leiknum en það er viðureign Inter og Newcastle. Er ekki búinn að kaupa miðann enda ekki byrjað að selja þá á netinu. En ég bíð og ætla að kaupa fyrsta miðann sem verður seldur. Svo næsta dag er það leikur Juventus og Deportivo í Torino miðasalann á netinu byrjar 6 mars og bíð ég spenntur en hef samt frétt að þeir selji ekki miða á netinu til annarra landa en ég kaupi þá þá bara þegar ég kem til ítalíu enda ekki hefð fyrir því að það sé uppselt á Della Alpi.
Mig langar að heyra hvort einhver hefur reynslu af því að fara á leiki á San Siro eða Della Alpi.
Forza Juve.