Fréttaritari á fótbolti.net hefur sent íþróttafréttamönnum norðurljósa og biður um skýringu af hverju ítalski boltinn var tekinn af dagskrá og biður þá um að endurskoða þetta. En ég ætla að setja bréfið hérna inn en ég endurtek að ég tek þetta af fótbolti.net án leyfis og vona að það verði ekki farið í mál við mig :)


Ágætu íþróttafréttamenn Norðurljósa. Mig langar að fá greinargóð svör við þeirri einföldu spurningu: afhverju var hætt að sýna ítalska boltann á Sýn, nú var/er hann mjög vinsæll meðal knattspyrnuáhugamanna og eiga flestir sér uppáhaldslið á Ítalíu rétt eins og á Englandi.
Ég held að ég tali fyrir flesta þegar ég segi að alveg ómissandi er að geta séð leiki eins og Inter-AC Milan, Roma-Lazio og svo mætti lengi telja… hvernig stendur á því að þið hafið skert þjónustu ykkar svona mikið?
Ekki er það út af því að spænski boltinn er sýndur í staðinn?, málið er nefnilega án allrar kaldhæðni að þið sýnið ekki nema í mesta lagi 2 leiki í mánuði úr spænska boltanum á móti því að þið voruð alltaf með leik á hverjum sunnudegi úr ítalska og jafnvel annan á laugardögum.
Væri ekki ráð að auka þjónustuna aftur og vera með bestu leikina úr spænska og líka a.m.k. bestu leikina úr Ítalska líka því að AC-Inter er alveg jafn ómissandi og Barca-Real Madrid.

Með von um skjót og greinargóð svör
Jón Stefán Jónsson fréttaritari á www.fotbolti.net

Vonandi munu þeir endurskoða þessi mál og setja ítalska boltann á dagskránna aftur eða amk ítölsku mörkin og stærstu leikina.