Það er eiginlega tvennt sem ég ætla að tala um sem fellur undir þessa fyrirsögn.

Í fyrsta lagi þá er það könnunin, hvað eru búnar að koma margar kannanir þar sem spurt er “með hvaða liði heldur þú?”, “hvaða lið er best?” “hvaða lið vinnur deildina?” o.s.frv. Er ekki komið nóg af þessu? Ég er hlynntur því að hver sem er geti sennt inn könnun en það þarf að vera eitthvað smá quality control til að stigagræðgin fái ekki að ráða hérna ríkjum.

Hitt atriðið sem ég vildi ræða um er tap Liverpool fyrir Middlesboro á Riverside í gær. Hversu lengi eigum við poolarar að þurfa að horfa upp á töpuð stig á útivöllum? 2-2-6 er árangurinn þar og hann nær bara ekki nokkurri átt. Ef Liverpool á útileik er næstum því hægt bóka að þeir verði betra liðið í leiknum en takist samt að tapa a.m.k. 2 stigum (leikirnir gegn Southampton, tottenham, newcastle, Leeds, Middlesboro(að sögn) eru allt dæmi um þetta). Ég neita því ekki að liðið átti ekkert skilið úr leikjunum við Arsenal og Chelsea en það eru líka einu útileikirnir sem þeir hafa spilað virkilega illa. Maður var virkilega farinn að vona að þetta færi að skána eftir sigrana gegn ManU og Arsenal en svo fékk maður kalda vatnsgusu framan í sig í gær - tap gegn næstneðsta liði deildarinnar sem vann aðeins sinn annan heimasigur á leiktíðinni.
En liðið fær annað tækifæri til að breyta þessu á laugardaginn þegar liðið heimsækir neðsta liðið, Bradford, sem hefur aðeins unnið 2 leiki á tímabilinu (reyndar báða á heimavelli). Þessi leikur verður hreinlega að vinnast til að liðið missi ekki meistaradeildarsætið of langt frá sér og líka til að hefna ófaranna í síðasta leik síðasta tímabils þegar Bradford bjargaði sér frá falli með því að vinna en eyðilagði með því drauma Liverpool um meistaradeildarsæti.
kv.