Það er umtalað að í öllum knattspyrnu deildum heims er að finna prímadonnur sem líta þannig á sig að þeir geti allt og þurfa ekki að gefa boltann og svo framvegis. J.F. Hasseilbank sem er talin vera sú allra mesta prímadonna í ensku deildinni en hefur nú verið frá í þrem leikjum í röð og þess vegna hefur Eiður Smári fengið að vera í byrjunarliðinu(hann var nú reyndar í því með hasseilbank en gekk ekki alveg eins vel) og heldur betur nýtt tækifærið og skorað þrjú eða fjögur mörk (ég man það ekki alveg) í fjarveru Hasseilbanks og hefur nú sennilega sannað sig nóg fyrir Ranieri. Eiður smári spilaði allan tíma á móti Ipswich í dag og skorðai tvö mörk, það fyrsta á 8 mín og það seinna á 17 mín og við eigum vonandi eftir að sjá íslenska snilling skora oftar í vetur.
Eiður rúlar!!!
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian