Alex Ferguson vonast til að nokkrar af stærstu stjörnum liðsins skrifi undir nýja samninga við félagið áður en leiktíðinni lýkur. Búist er við að forráðamenn Manchester United reyni að fá David Beckham, Ryan Giggs, Andy Cole, Dwight Yorke og Jaap Stam til að skrifa undir nýja samninga á næstunni og hafa þeir sagt að launastefnu félagsins verði breytt til að þessir leikmenn freistist ekki til að fara til annarra félaga fyrir miklu hærri laun.

Inter Milan er sagt vera að undirbúa tilboð í Michael Owen, leikmann Liverpool, upp á 25 milljónir punda. Forráðamenn ítalska liðsins þykja spenntir fyrir því að tefla Owen fram með Ronaldo, þegar hann nær fullri heilsu, í fremstu víglínu. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur látið hafa það eftir sér að hann muni ekki selja Owen ná Robbie Fowler nema þeir fari formlega fram á sölu. Komi til þess að annar hvor þeirra verði látinn fara er líklegra að það verði Fowler, en ekki fyrir minna en 15 milljónir punda.


MBL