Roy Keane hefur ákveðið að leika ekki aftur fyrir hönd Írlands og segir hann skýringuna vera sú að hann talaði við lækna og þeir sögðu að ef hann hætti að spila fyrir Írland myndi það lengja feril hans sem atvinnumann. Alex Ferguson hefur reynt að segja Keane að hætta með landsliðinu og einbeita sér að United. Ferguson segir að Keane verði mun frískari og jafnvel enn betri í dag ef hann hættir alveg með Írlandi eins og Shearer gerði með Englandi. Keane lét það líka í ljós að Brian Kerr væri frábær þjálfari og taldi að Írland væri í mjög góðum höndum.
Það er ljóst að þetta verður mikill missir fyrir írska liðið en það eru aðrir menn til að fylla gapið sem Keane skilur eftir. Það sýndi sig á HM þar sem Matt Holland átti mjög góða leiki.

Mjög líklegt er að Fulham leika heimaleiki sína á Stamford Bridge á næstu leiktíð vegna framkvæmda sem standa yfir á Craven Cottage. Fulham leika sem stendur á Loftus Road heimavelli QPR en Mohammed Al Fayed og Ken Bates hafa komist að 1 árs samkomulagi. Það telst líklegt að Fulham snúi ekki aftur á Craven Cottage þar sem fjárhagurinn leyfir það ekki.

Sven Göran-Eriksson hefur sagt að James Beattie og Michael Owen verði í byrjunarliðinu hjá Englendingum og tekur fram að Wayne ROoney fá að koma inn á og verður þar með yngsti leikmaðurinn í sögu Englands til að spila A - landsleik síðan eitthver gaur árið 1800. Eriksson sagði að hann myndi tefla fram nokkuð reyndu liði í fyrri hálfleik en myndi síðan í seinni hálfleik setja innáyngri stráka.