'Eg ætla núna að skrifa um hvern einasta markmann í ensku deildinni og raða eftir því sem mér finnst bestir. Það er mjög erfitt að velja þetta vegna þess að allir markmenn deildarinnar eru mjög góðir. ég byrja á 20 sæti og upp. ég gef mest 5 stjörnur

20. Nico Vaesen, Birmingham, Belgía. Þessi Belgi var keyptur til Birmingham árið 2001 á £625,000 frá Huddersfield. ég verð nú að viðurkenna það að ég hef nú bara séð um 3 leiki með honum en hann virkar ekki mjög góður á mig. **

19. Peter Enckelman, AstonVilla, Finnland. Finnskur strákur sem John Gregory keypti sem framtíðarmann árið 99. Eftir að David James var seldur þá var hann orðinn markvörður nr.1. Hann hefur að mínu mati ollið vonbrigðum og Villa ættu að fara að huga að markverði. **

18. Mark Schwarzer, Middlesbrough, ‘Astralía. Hann var keyptur til boro árið 97 frá Bradford City. Hann er mjög stór, 1’97m en frekar mistækur. **

17. David James, West Ham, England. David hóf sinn feril hjá Watford en fór til Liverpool, þaðan til Aston Villa og loks til WestHam. David á sína góðu daga og sína slæmu. Hann er mjög óöruggur og alltaf með einhvern klaufaskap. Hann er í enska landsliðinu bara út af því að það eru svo lítið af enskum markvörðum í ensku deildinni. **

16. Russel Hoult, WBA, England. Hann er svona svipaður og Vaesen, hef ekki séð mikið til hans en hef heyrt margt gott um hann. **1/2

15. Edwin Van Der Sar, Fulham, Holland. Hann var keyptur frá Juventus í fyrra. Hann er ágætis markvörður en hefur dalað síðan hann var hjá Ajax. **1/2

14. David Seaman, Arsenal, England. Seaman er á sínu 13 tímabili hjá Arsenal. Hann er traustur markvörður, eða var. í dag er hann gamall maður með tagl. Hans tími er búinn. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi hætta eftir tímabilið vegna komu Marcosar. **1/2

13. Peter Schmeichel, Manchester City, Danmörk. Hann er útbrunninn. Hann er feitur. Hann á sína spretti sosem en mér finnst að hann ætti að hætta eftir tímabilið. Hann hefur skorað 11 mörk á ferlinum. ***

12. Jussi Jaaskelainen, Bolton, Finnland. Hann er einn af 3 finnskum markvörðum í ensku. Hann er mjög fínn markvörður, er stór og góður í að hirða fyrirgjafir, tók t.a.m. 88% af öllum fyrirgjöfum sínum í fyrra. Mikilvægur hlekkur hjá Bolton. ***

11. Dean Kiely, Charlton, írland. Dean var keyptur á £1 frá Bury sumarið 1999. Þetta reyndust vera góð kaup hjá Alan Curbishley knattspyrnustjóra Charlton. Kiely hefur sannað það að hann er markmaður í úrvalsdeildarklassa. Hann er varamaður í írska landsliðinu. ***

10. Shay Given, Newcastle, írland. Shay var keyptur til Newcastle árið 97 frá Sunderland. Hann stóð sig vel á HM með írum í sumar. Hann er góður markmaður sem hefur reynst Newcastle vel. ***1/4

Frh. kemur síðar, kveðja gummo 55