Hélt gulldrengurinn Eiður framhjá!? Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að vera mikið í fréttunum undanfarnar vikur. Hann hefur verið orðaður við Manchester United, viðurkennt spilafíkn sína og verið í samningaþrasi við Chelsea. Í dag sá ég síðan á vefsíðu breska slúðurblaðsins Sunday Mirror heljarmikla og langa grein um meint framhjáhald Eiðs.

Þar segir að Eiður hafi haldið framhjá unnustu sinni til átta ára og móður barnanna sinna, Ragnhildi Sveinsdóttur. Viðhaldið heitir Ósk Norðfjörð og er 24 ára fyrirsæta, jafngömul og Eiður. Ósk segist nú vera ólétt eftir Eið en samband þeirra stóð í þrjá mánuði, þegar Ósk tilkynnti honum að hún bæri barn hans undir belti vildi Eiður ekkert með hana hafa og hefur ekki svarað símanum þegar hún reynir að ná í hann!

Eiður á tvo stráka með Ragnhildi. Ósk er ekki sátt með framkomu hans og hélt að hún skipti hann einhverju máli. Þegar þau hittust hér heima var það mest innandyra enda vildi hann ekki að til hann sæist. Þau hittust í íbúð vinar hennar til að stunda kynlíf allt að fimm sinnum á dag. Þá heimsótti hún Eið til London í Nóvember, þau bókuðu sig á hótel þar sem þau voru í þrjá daga. “Eiður er mjög góður og reyndur elskhugi. Ég lá í rúminu á meðan hann fór á æfingar. Svo borðuðum við pizzu, horfðum á sjónvarp - og stunduðum kynlíf.” sagði Ósk.

Eins og áður sagði þá opinberaði Eiður spilafíkn sína og segist Ósk hafa tekið eftir því að hann virtist oft niðurdreginn. Hann sagði henni að hann færi reglulega í spilavíti á meðan fjölskyldan væri á Ísland. Ósk finnst hann ekki geta höndlað peninga og segir frá vandamálum í sambandi Eiðs og Ragnhildar. “Hann opnaði sagði mér frá vandamálunum í sambandi hans og Ragnhildar og að þau rifust oft, hann vill þó ekki slíta sambandinu barnanna vegna.”

“Eiður býst við að enda hjá Manchester United og eru sögur þess efnis að hann væri í viðræðum við þá sannar.” segir Ósk en hún hefur engan áhuga á fótbolta. Eiður skoraði draumamark fyrir Chelsea gegn Leeds fyrir rúmri viku með hjólastaspyrnu. Það var víst hjartnæm stund þegar Ósk tilkynnti Eiði að hún bæri barn hans undir belti og lofaði hann að standa með henni.

Þegar Sunday Mirror spurði Eið um málið vildi hann ekkert segja.