Sigur hjá Liverpool!! Liverpool sigraði í dag West Ham á Upton Park 0-3. Liverpool byrjuðu frábærlega í þessum leik og skoruðu strax á 7 mínútu, en þar var að verki Tékkinn Milan Baros sem hélt Owen á bekknum í þessum leik. Markið kom eftir hornspyrnu John Arne Riise og Baros skallaði boltann glæsilega í netið. Næsta mark kom stuttu síðar eða á 8. mínútu. Þá skoraði Steven Gerrard stórglæsilegt mark með skoti utan teigs eftir að ósannfærandi vörn West Ham tókst ekki að hreinsa boltann frá. Þriðja markið skoraði Emele Heskey á 68. mínútu eftir mistök frá David James sem tókst ekki að halda fyrirgjöf Riise. Heskey er greinilega kominn í stuð en hann hefur nú skorað 3 mörk í þremur leikjum. Ian Rush hefur greinilega haft sitt að seigja. En við skulum nú líta á viðtal við Houllier sem ég þýddi af www.Liverpoolfc.tv

Houllier: “ég myndi seigja að tímabilið byrji núna. 'Eg held að við eigum ekki möguleika á að vinna titilinn vegna slæms gengis sem við höfum þurft að fara í gegnum, en við ætlum okkur að ná meistaradeildarsæti, við erum eiginlega í okkar eigin deild núna en við ætlum að ná meistaradeildarsæti. Okkur hefur gengið vel núna síðan á leiknum á móti Arsenal um jólin, og við erum byrjaðir að krækja í stig.

”ég held að við höfum unnið betur en West Ham í dag, og strax er við skoruðum mörkin tvö var eftirleikurinn auðveldur. Þegar þú vinnur vel og bætir síðan einstaklings hæfileikunum sem við höfum þá munum við ná góðum úrslitum"


Kveðja Gummo55