L e Ed S not United Sameinaðir stöndum vér,
Sundraðir föllum vér.

Föllum þó andskotann ekki neitt en mikið andskoti er þetta erfitt líf og sjálfstraustið rétt fyrir neðan frostmark.
Maður hefur nú verið að kvarta yfir Venables en lífið er nú kannski ekki dans á rósum hjá kallinum og hann hefur væntanlega ekki alveg fattað hvað hann var að fara út í 8. júli í sumar þegar hann skrifaði undir samninginn, sem reyndar var ekki svo slæmur.
Þess má nú geta að í klásúlu í samningnum segir að ef hann verði rekinn fái hann “starfslokasamning” sem forstjórar Símans og tryggingarfélaga yrðu grænir af öfund yfir, þó þeirra starfslok sendi þá ekki beinlíniss beint í mæðrastyrksnefnd.
Annars er Peter Ridsdale kennt um allt og sagt að O´Leary hafi haft hann í vasanum og látið hann splæsa eins og motherfucker. Það er kannski rétt en þetta er spurning um meistaradeildina sem er náttúrulega bara tvöfaldur í Víkingalottó og td Newcastle eru nú að baða sig í. Lið eins og Leeds og Chelsea og nokkur fleiri sem hafa fjárfest aðeins of mikið eru heldur betur að súpa seiðið. Ef Chelsea fer ekki í meistaradeildina í ár held ég að þar á bæ verði nú líka brunaútsala.
Það eru nú bara Man. Utd, Arsenal og Liverpool sem hafa það fínt fjárhagslega, önnur eru meira og minna á hvínandi kúpunni.
Þess má geta að tekjur fyrir að komast í meistaradeildina eru amk 15 millur sem er nú gott að hafa upp í launakostnað. Og ef menn komast langt og fá marga leiki þá eru sjónvarpstekjur og tekjur í kringum alla leiki gríðarlegar og aukast bara.
Ridsdale kallinn er milli steins og sleggju, það eru fjárfestar sem ráða ferðinni og nú vilja þeir koma sínum manni að og henda Ridsdale. Svoleiðis fer það sennilega því fanarnir vilja hann burt, manninn sem í raun hefur gefið allt sitt og sjálfan sig 110% í djobbið en er nú blóraböggullinn.
Rio Ferdinand, Robbie Keane, Olivier Dacourt, Robbie Fowler, Lee Bowyer og Jonathan Woodgate seldir, takk fyrir. Þetta er biti.
Paul Okon frítt og Barmby fyrir smotterí komnir sem og reyndar RAUL BRAVO kominn að láni frá Real Madrid. Svo voru þeir að pæla í gæja hjá Celtic sem ég reyndar man ekki hvað heitir, svona “Roy Keane týpu” sem er N-írskur landsliðsmaður, fyrir 375 þús pund en ákváðu að bíða til sumars þegar samningur hans er búinn! Talandi um blankheit.
Það versta er að mínir menn fóru alveg með það þegar Woodgate fór, þó væntanlega komi 11 millur inn minnkar innkoman því fanarnir eru alveg crazy og margir fara ekki á völlinn.
Raul Brovo hefur nokkrum sinnum verið í byrjunarliðinu hjá R. Madrid og spilar vinstra meginn á miðju eða sem vinstri bakkari, sem reyndar eru stöður sem ekki vantar mann í!
En í sumar held ég að uppbyggingin hefjist að alvöru, það eru nú eftir allt engir smá kallar eftir í liðinu og ungir leikmenn í röðum að bíða eftir tækifæri. Og markmannamálin eru í góðum gír, með Robinson, Martyn og Milosevich milli stanganna er manni nokkuð rótt.
Liðið verður örugglega byggt í kringum Alan Smith sem er laaaaangduglegasti leikmaðurinn á Englandi og verður fastamaður í landsliðinu frá og með næsta leik og næstu árin.
Þið sem eruð á móti honum ættuð bara að pæla í því að maður sem gefur sig rúmlega 100% í alla leiki hlýtur bara að fá spjöld og með hverju árinu verður hann bara betri og skynsamari.
Þrátt fyrir allt og allt segi ég Áfram Leeds og punktur (og fokkíng basta).