Jæja…þá er Fester okkar Adams farinn frá okkur. Ég er að vísu svolítið sár, þar sem ég hélt um tíma að hann væri að festa sig í sessi. Það var í fyrra nota bene. Hann átti nokkra góða leiki, en síðan meiddist hann. Og eftir að hann kvartaði yfir því við Houlier að hann fengi ekki að spila nóg var hann settur beint á sölulistann.

Ég held að allir séu nú sammála um það að maður eigi ekki að vera að kvarta svona þegar maður er enn að stíga upp úr meiðslum. Ég meina common… maðurinn hlýtur að skilja að meðan maður er meiddur, þá spilar maður lítið.

En kannski er það skiljanlegt að hann hafi viljað fara eftir að Heskey kom. En mér finnst nú samt að hann hefði átt að fá fleyri sénsa eins og Owen og Fowler eru að spila þessa dagana.

Og verðið finnst mér full lágt. 1,5 M eru ekki mjög mikið, allavega af við miðum við Cris Shutton…..