Ég hef nú fylgst með enska boltanum lengi og ég hef bara ekki séð annað eins efni koma fram á Englandi eins og Jeramaine Jenas eða JJ eins og ég kýs að kalla hann. JJ er aðeins 19 ára gamall og hann stjórnar miðjunni hjá Newcastle eins og kóngur. Hann er fljótur, útsjónasamur, vinnusamur og yfirvegaður. Hann les leikinn eins og reynslumestu menn og það eru fáir sem stjórna spili betur en hann. En strákurinn getur einnig skorað mörk og hann hefur nú skorað 4 mörk í síðustu 5 leikjum með Newcastle.
Þessi spilamennska hans hefur vakið athygli Sven Görans landsliðsþjálfara Englendinga og það verður erfitt að líta framhjá stráknum þegar næsti landsliðshópur verður valinn fyrir leikinn gegn Ástralíu 12. ferbrúar.

Bjarni Fel
www.pungarnir.tk