Jörundur að hætta með stelpurnar Stöð tvö færði okkur þá stórfrétt í gær að Jörundur Áki Sveinsson hefur tekið þá ákvörðun að taka strákana fram yfir stelpurnar og hætta þjálfun kvennalandsliðsins. Hann hefur stýrt liðinu frá því í Ágúst 2001 og kom hann landsliðinu í umspil um laust sæti á HM 2003. Jörundur segir að stjórnun kvennalandsliðsins sé alltaf að verða tímafrekari og ætlar hann að einbeita sér að liði Breiðabliks þar sem hann þjálfar meistaraflokk karla.

Jörundur er þó ekki alveg hættur því hann ætlar að stýra kvennalandsliðinu í seinasta sinn það mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna í vináttuleik ytra 16. febrúar n.k. Ekki væri slæmt fyrir hann að kveðja með sigri þar. Liðið mun leika án Margrétar Ólafsdóttur og Katrínar Jónsdóttur sem ekki gáfu kost á sér.

Hvað varðar Breiðablik þá leikur liðið um helgina í Opna Kópavogsmótinu. Mótið fer fram í Fífunni og auk Blika og HK-inga taka ÍA og Grindavík þátt í mótinu. Hér að neðan sjáið þið leikjafyrirkomulag.

Laugardagur 1. febrúar
09:45 Breiðablik - ÍA
11:15 HK - Grindavík

Sunnudagur 2. febrúar
09:00 Leikur um þriðja sætið
14:15 Úrslitaleiku