Ég las í mogganum í morgun að framherji Boca Juniors, Martín Palermo, væri kannski á leið til West Ham fyrir svipaða upphæð og þeir fengu fyrir Rio Ferdinand. Palermo er að mínu mati einn besti framherji í heiminum í dag ásamt Kluivert, Crespo, Vieri, Raúl, Morientes, Inzaghi bræðrum og nokkrum öðrum. Það væru skelfileg mistök fyrir Palermo að fara til West Ham (með fullri virðingu fyrir West Ham aðdáendum) því að West Ham er lið með ENGANN metnað! Ég bið bara til guðs um að hann sjái hvurslags mistök það væru að fara til hins metnaðarlausa West Ham.