Inter Milan tók á móti Empoli og þeir unnu öruggan sigur 3-0 og ítalinn knái Christian Vieri skoraði þrennu og hann gerði þessi mörk á 18 mín og það er nokkuð gott Inter er þar með komið með 39 stig og er í öðru sæti en Empoli er með 22 stig í 11 sæti.

Lazio tók á móti Reggina á heimavelli og Reggina vann óvænta sigur 1-0 með marki frá Emiliano Bonazzoli og Lazio er þá í 4.sæti með 36 stig.

Juventus vann góðan sigur á Piacenza 2-0 og þeir sem skorðu mörkin voru snillingarnir Alessandro Del Piero og Pavel Nedved bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Juventus er þar með komið í 3.sæti með 38 stig.

Brecia tók á móti Parma það voru aðeins tvö mörk skoruð í þessum leik leikurinn endaði 1-1 og það var Roberto Baggio sem skoraði fyrir Brecia en Daniele Bonera skoraði fyrir Parma. Brecia er í 13.sæti með 19 stig en Parma er í 8.sæti með 27 stig.

Perugia vann Chiveo 1-0 með marki frá Marco Di Loreto á 36 mín og þá er Perugia komið upp í 9. sæti með 25 stig en Chiveo er í 5. sæti með 32 stig.

Bologna gerði 2-2 jafntefli við Torino og Giuseppe Signori og Luigi Della Rocha skoruðu mörk Bologna en Simone Vergassola og Jose Maria Ramallo Franco skoruðu mörk Torino. Bologna er í 7. sæti með 28 stig en Torino er í fallbárattu með 11 stig.

Udinese vann AC Milan 1-0 en AC Milan heldur forustinni en Udinse er í 6. sæti með 29 stig.

Como vann Roma 2-0 og Como fékk þarna dýrmæt stig og þeir eru í 18. sæti með 10 stig en Roma er í 10. sæti með 23 stig.

Hérna er staðan:

1 39 AC Milan
2 39 Inter Milan
3 38 Juventus
4 36 Lazio
5 32 Chievo Verona
6 29 Udinese
7 28 Bologna
8 27 Parma
9 25 Perugia
10 23 Roma
11 22 Empoli
12 20 Modena
13 19 Brescia
14 17 Atalanta
15 16 Reggina
16 13 Piacenza
17 11 Torino
18 10 Como