Liðið Arsenal var stofnað árið 1886 af nokkrum vélsmiðum í konunglegri hergagnaverksmiðju sem hét Woolwich Royal Arsenal. Stofnendur liðsins náðu að nurla saman sjáði sem nam 52 og 1/2 penní og var ætlaður í búninga- og boltakaup. Fyrsti leikur Arsenal, sem þá kallaðist Dial Square, var á móti Eastern Wanderers og vannst sá leikur 6-0. Árið 1891 hafði félagið unnið allar bikarkeppnirnar í London og þar með skotist fram úr eldri liðum á borð við Tottenham og Milwall. Arsenal(Dail square) byrjðu ekki af alvöru fyrr en þeir fóru í atvinnumennsku. Þá byrju þeir byggingar á fyrsta leikvellinum sínum og var hann kallaður Manor Field, og stóð hann við Manor veg. Stærri liðin fyrir sunnan neituðu að spila við Arsenal og urðu þá góð ráð dýr. Þeir þurftu að fara langar leiðir til að fá aðsókn á leiki sem var sirka 12 þúsund manns en fór fækkandi. En þá kom maður að nafni Henry Norris og kom þeim til bjargar. Norris sem var formaður hjá Fulham bauðst til að yfirtaka Arsenal og flytja það á Craven Cottage. En stjórn deildakeppninnar var þó mótfallin svo nú hófst tími uppbyggingar hjá Norris og félögum. Norris byrjaði á því að kaupa Alf Common sem var fyrsti leikmaðurinn til þess að kosta meira en 100.000 pund en hann breytti litlu og liði hélt áfram að tapa.
Félagið var í hættu og þurfti því að selja leikmenn. En það breytti litlu og félagið féll niður í aðra deild árið 1912 eftir að hafa lent í síðasta sæti í fyrstu deild. Norris brást skjótt við og leitaði nú um allt að stað fyrir nýjan leikvang fyrir félagið. Norris hafði augastað á svæði í N- London þar sem Highbury reis svo síðar. Deildarstjórnin áleit líka að N-London væri nógu stórt svæði fyrir bæði Arsenal og Tottenham. Fyrsti leikurinn á Highbury var leikinn árið 1913 á Móti Leicester Fosse sem Arsenal vann 2-1. Sama ár var nafninu breytt í Arsenal. Árið 1919 komst Arsenal í feitt þegar deildarstjórnin ákvað að tvö viðbót skildu komast í viðbót í fyrstu deild og Arsenal náði öðru af því sæti, Norris að þakka en hann hafði áunnið sér stuðning forseta deildarkeppninar. Eftir það hélt Arsenal áfram að vaxa og er í dag orðið eitt stærsta félag í heimi.
“Thierry Henry er eins og vel slípaður sportbíll” - Hemmi Gunn, Arsenal vs. Juventus ‘05 -’06