Góðann dag/kvöld/nótt góðir Huga-notendur.

Ég hef ákveðið að koma með smá svona “mína spá” og vona að þið takið vel í það og séuð ekki með nein skítköst á hana.
Emm, ég er búinn að velja þrúð lið sem komast í 1.,2. og 3. sæti, og svo 18. ,19. og 20. sæti ásamt smá umfjöllun.

1. Arsenal; gott lið með góða leikmenn og Wenger hefur stórann hóp til að velja úr og maður kemur í manns stað. Hann var í Japan og Frakklandi og kom til Englands og brillaði með lið sitt Arsenal. Lið hefur nokkra af bestu leikmönnum í heimi. Liðið hefur allgjörlega staðist undir þeim væntingum sem til þeirra hafa verið gerðar, og eru margir að vonast eftir þrennunni góðu (FA.-PREMIER-MEISTARADEILDIN) þótt ég hafi ekki mikla trú á því.

Bestu leikmenn: Henry, Pirés og Cole (hann er búinn að bjarga mörgum mörkum á línu!)


2. Manchester United; þessir menn hafa komið á óvart! Sir Alex Ferguson hefu misst margann manninn í meiðsli á sama tíma. Ma. Beckham, Roy Keane, Butt og fl.
Fergie er að sýna að hann hefur engu gleymt. Og á meðan þessum meiðslum á stóð, voru þeir að drolla í 4.-5. sæti sem er mjög gott miðað við meiðsli.

Bestu leikmenn: Ruud Van Nisterroy, Scholes og Úrúgvæski nýliðinn Diego Forlan.


3. Liverpool; þeir komu í byrjun og voru mjög góðir og undir stjórn Hullier voru þeir í fyrsta sæti með sjö stiga forskot.
En svo kom þessi sama alda og virtist koma yfir Arsenal í Október og byrjuðu þeir að tapa á móti Middlesboro 1-0. Svo fóru þeir að tapa meira og eru nú, 21. Janúar, í 6. sæti með 38 stig.
Þetta er að koma og munu þeir fara yfir “óvini” sína á næstu vikum.

Bestu leikmenn: Owen, Murphy og Riise.


18. West Ham; þeir blésu sig út í byrjun leiktíðar og fóru snemma á botninn. Þeir eru gott lið en greinilega ekki nógu góðir til að vera. Mér finndist það sorglegt að sjá á eftir þeim niður í fyrstu deildina vegna þess hversu gott lið þeir hafa.
Þeir verða í baráttunni um 18. sæti við Sunderland og munu Sunderland rétt doka við í Úrvalsdeildinni.

Bestu leikmenn: Cole, Kanuté og Bowier


19. Bolton; Bolton hafa undanfarin ár orðnir svo “heppnir” að halda sér uppi á brúninni. Guðni Bergsson sem er fyrirliðinn í liðinu hefur ekkert í risana að segja. Þeir verða þó í baráttu


20. West Brom Albions; Þessir menn eiga ekki heima í Úrvalsdeildinni og eiga ekkert í góðum leikmönnum (nema Roberts og Dicchio og fl.). Þeir munu falla án baráttu, þeir hafa bara því miður ekki kjark til að vera í deildinni.



Ég vill taka það fram að þótt margir séu andvíkir þessum niðrustöðum mínum þá þarf engin skítköst.

Og annað, þótt ég sé Arsenal fan þá reyni ég að vera “raunsær”.


kv. Shitto