Batistuta Internazionale hefur fest kaup á Gabriel Omar Batistuta frá AC Roma. Hann var keyptur til að fylla upp í skarð Hernan Crespo sem að verður frá í allt að 3 mánuði. Hér eru nokkrar tölur um snillinginn.

Hann er fæddur 2. janúar árið 1969 í Reconquista í Argentínu. Hann er 185 cm á hæð og 83 kg.Hann hóf feril sinn hjá Newell´s old boys í heimalandinu og spilaði þar árið 1988-1989 en fór þaðan til stórveldisins River Plate. Hann spilaði einungis 7 leiki þar en skoraði 4 mörk. Þaðan fór hann til erkifjendanna í Boca Juniors. Þar spilaði hann í eitt og hálft tímabil áður en hann var seldur til Fiorentina á Ítalíu.

Þar sló hann í gegn og spilaði þar í 9 tímabil áður en Fabio Capello fékk hann til liðs við Roma.Í Rómarborg gekk honum eins og í sögu fyrstu tvö tímabilin og vann meðal annars Scudettoinn á fyrra tímabilinu. En á þriðja tímabilinu var eins og Romaliðið væri sprungið og brestir voru í sambandi hans við Capello.

Hann greip því tækifærið fegins hendi þegar Hector Cuper falaðist eftir kröftum hans og fór til Inter þann 21. janúar 2003.