Tveir ungir íslenskir knattspyrnumenn verða til reynslu hjá erlendum liðum á næstunni. Fyrstan ber að nefna Fylkismanninn Ólaf Ingi Skúlason sem er kominn til norska úrvalsdeildarliðsins Sogndal þar sem hann verður við æfingar í vikutíma. Líklegast er að Ólafur verði lánaður frá liði sínu Arsenal og leiki með Sogndal á næstu leiktíð. Hann hefur engin tækifæri fengið hjá Arsenal eftir að Fylki seldi hann þangað.

Vopnfirðingurinn efnilegi, Sigurður Donys Sigurðsson er nú staddur í Stoke þar sem hann verður til reynslu næsta mánuðinn. Sigurður er leikmaður Einherja á Vopnafirði mun leika með unglingaliði Stoke en hann hefur m.a. verið á reynslu hjá Middlesborough.