Kanchelskis og Powell inn, Sibon út Frétt (sem ég skrifaði sjálfur) sem er einnig birt á vef íslenskra stuðningsmanna <a href="http://sheffwed.betra.is/“>Sheffield Wednesday</a>.



Sóknarmaðurinn Gerald Sibon er genginn til liðs við <a href=”http://www.worldfootball.org/club.php/country/NE D/club/1000000727“>SC Heerenveen</a> í Hollandi. Kaupverðið er um 500 þúsund pund og að auki sparast svipuð upphæð í launakostnað.

Vængmaðurinn Andrei Kanchelskis er genginn til liðs við Uglurnar á lánssamningi út tímabilið frá <a href=”http://www.worldfootball.org/club.php/country/EN G/club/1000000129“>Southampton</a>. Koma hans boðar gott nú fyrir helgina þar sem hann er eini maðurinn sem hefur skorað í þremur svokölluðum derby-leikjum, ætli við köllum það ekki nágrannaerjur.

Hann hefur skorað fyrir <a href=”http://www.worldfootball.org/team.php/country/EN G/club/1000000091“>Man Utd</a> á móti <a href=”http://www.worldfootball.org/team.php/country/EN G/club/1000000090“>Man City</a>, fyrir <a href=”http://www.worldfootball.org/team.php/country/EN G/club/1000000057“>Everton</a> á móti <a href=”http://www.worldfootball.org/team.php/country/EN G/club/1000000087“>Liverpool</a> og fyrir <a href=”http://www.worldfootball.org/club.php/country/SC O/club/1000000591“>Rangers</a> á móti <a href=”http://www.worldfootball.org/club.php/country/SC O/club/1000000586“>Celtic</a>. Núna er bara að hlakka til þess að sjá hann skora fyrir <a href=”http://www.worldfootball.org/club.php/country/EN G/club/1000000125“>Wednesday</a> á móti <a href=”http://www.worldfootball.org/club.php/country/EN G/club/1000000124“>Sheffield United</a> um helgina.

Miðjumaðurinn Darryl Powell er einnig kominn, hann fékk frjálsa sölu frá <a href=”http://www.worldfootball.org/club.php/country/EN G/club/1000000012">Birmingham</a> og ætti að geta gert gagn á miðjunni þar sem Uglurnar hafa verið frekar máttlitlar undanfarið.

Lánsmennirnir Garry Monk og Allan Johnston hafa svo framlengt lánssamningana þannig að við búum að þeim næstu mánuði, sem er hið allra besta mál.
Summum ius summa inuria