Er hann orðinn óður!!! Sagt var frá því í enskum fjölmiðlum í dag að Steve Bruce knattspyrnustjóri Birmingham ætli að kaupa Sergei Rebrov framherja Spurs á 2-3 milljónir punda, Sergei kom til Tottenham á metfé fyrir 2-3 árum og hefur eiginlega ekkert fengið að spila. Hann var keyptur frá Dynamo Kiev á 11 milljónir punda, þar sem hann var frábær í framlínunni með Andriy Shevchenko og skoruðu þeir ófá mörkin þar. Það virkar einhvern veiginn á mig eins og Glenn Hoddle hati greyið manninn enda held ég að hann hafi ekki fengið að spila eina einustu mínútu á þessu tímabili fyrir Spursara. ‘Eg held að þetta yrðu mjög góð kaup hjá Steve Bruce. Rebrov hefur einnig verið orðaður við Fenerbache frá Tyrklandi.

Einnig er því haldið fram að Matthew Upson varnarmaður Arsenal sé á leið til Birmingham. Upson getur spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður. Hann var keyptur til Arsenal frá Luton á sínum tíma fyrir 1 milljón punda og hann þótti mjög efnilegur þá, hann var talinn einn af efnilegustu leikmönnum Arsenal, en sterkir varnarmenn Arsenal hafa haldið honum út úr liðinu, en hann er orðinn 23 ára gamall þannig að ef hann heldur mikið lengur áfram þarna þá mun hann líklega rotna í varaliðinu. Talið er að Bruce sé reðubúinn að punga út 3 milljónum punda fyrir pilt.

’Eg spyr bara er Bruce orðinn óður?? Hann er nýbúinn að kaupa Jamie Clapham, Stephen Clemence, Ferdinand Coly og Dugarry í síðustu viku er það ekki nóg??


Ef þið viljið, þá get ég alveg skrifað á hverjum degi það heitasta úr slúðrinu ásamt umfjöllunum um leikmenn sem um ræðir?