Aston Villa 2 - 1 Man.City
Aston villa virðist eiga erfitt uppdráttar þessa stundina og eiga eftir að rétta aðeins úr kúttnum. City hefur fengið mikið sjálfstraust eftir 5-0 sigurinn um seinustu helgi og koma of sigurvissir til leiks en ná að koma inn einu marki.

Derby 1 - 2 Coventry
Nánast algjör botnslagur. Derby hefur aðeins verið að rétta úr kútnum og komu sér af botninum. Heimavöllurinn gefur þeim eitt mark en þeir hafa ekki skoarað mikið að undanförnu. Coventry hefur gengið betur á útivellum annað en í fyrra þar sem þeir voru með versta árangur á útivelli. Þeir komu og ná í 3 stig

Everton 1 - 3 West Ham
Everton ennþá að jafna sig eftir stórt tap um síðustu helgi ná aðeins að rétta úr kútnum en hálf bitlausar sóknaraðgerðir virka ekki of vel. West Ham er að nota stráka eins og Joe Cole og Carrick sem eru að gera góða hluti með reyndu mönnum eins og Di Canio. Þeir ná í 3 stig.

Ipswich 3 - 2 Southampton
Ipswich er það lið sem virðist skora í hverjum leik(nema einum) Stewart er í mjög góðu formi frammi og vörnin að spila prýðilega og með hjálp Wrights í markinu halda þeir marks forskoti. Southamton er alltaf á sömu slóðum ár eftir ár og aldrei að vita hvað þeir gera.

Middlesbro 1 - 3 Chelsea
Middlesbro ekki að spila vel þessa dagana og spurningin er hvenær fær Robson að fjúka. Enginn breyting hér gegn Chelsea. Sjálfstraust Chelsea að aukast og Eiður Smári heldur áfram að gera það gott meðan Hasselbaink er í banni

Leeds 4 - 1 Sunderland
Leedsarar ætla sér ofar á töfluna og Smith og Viduka ætla að láta til sín taka á meðan Ferdinand á að taka Phillips úr umferð.
Skora úr viti en ekkert gengur meðan Phillips er tekinn úr umferð.

Newcastle 1 - 0 Bradford
Newcastle á erfitt með að skora þessa dagana enda er Sherear meiddur þeir ná að drusla inn einu marki eftir góða leik hjá Dyer en LuaLua gerir ekkert gagn þarna frammi. MEð hjálp Given ná þeir í 3 stig. Bradford er óheppnir og fá á sig mark í þessum leik en ná ekki að koma inn einu.

Leicester 1 - 1 Charlton
Leicester eiga erfitt uppdráttar en ná að koma inn einu marki. Charlton menn koma grimmir til leiks eftir jafnteflið við MAn Utd og ná sér í annað stig Bartlett virðist vera hjálpa sóknarleik Charlton manna verulega

Man.Utd. 2 - 1 Liverpool
Manchester án Cole og Yorke ná samt að skora tvö enda Solskjær og Sheringham frammi. Englendingur nær að skora hjá Barthez en hver það verður er spurning

Tottenham 1 - 1 Arsenal
Leiðinlegur leikur sem endar með jafntefli. Ekkert hægt að segja meira um hann.