Seinni hálfleikur Jæja, nú fer ítalski boltinn að rúlla af stað aftur eftir nokkuð langt hlé. Meðan enska deildin fer í gegnum sitt mesta leikjaálag er ítalski boltinn bara í fríi. Þeirra deildarkeppni er nú reyndar fjórum leikjum færri.

Mikið hefur verið rætt um það hvaða lið komi til með að hampa titlinum í vor. Mönnum þykir sýnt að það verði eitt af hinum “þrem frægu”, AC Milan, Juventus, Inter og Lazio verði líka með í baráttunni. Svo má ekki gleyma “litla” liðinu frá Verona borg, Chievo, sem hefur liða mest komið á óvart í Evrópuboltanum síðustu tvær leiktíðir.

Staðan efstu liða er þessi:
<pre>
1. AC Milan 33
2. Inter 33
3. Lazio 32
4. Chievo 29
5. Juventus 29</pre>

Ítalska deildin hefur ekki verið jafn skemmtileg lengi þrátt fyrir öll þau vandræði sem dunið hafa á Seria A að undanförnu. Algjör synd er að við fáum ekki að sjá ítalska boltann hér á klakanum.

Mín spá fyrir seinni umferðina er sú að AC Milan eigi eftir að vinna deildina (OK. ég veit að ég er ekki hlutlægur, en ég virkilega held að Milan vinni). Í öðru sæti Juventus, þriðja sæti Inter, fjórða sæti Chievo og fimmta sæti Lazio.

Gaman væri að heyra frá ykkur, hvernig þið haldið að deildin muni þróast núna á vormánuðum.