Mig langar að ræða við ykkur um W.B.A. Þetta er hreint út sagt að leika hundleiðinlegan bolta. Þeir spila nú bara yfirleittt leikkerfið 8-1-1 eða eitthvað því um líkt. Þeir unnu nú hinsvegar einhverja leiki í haust og og bara 1-0, enginn furða! Persónulega vona ég innilega að þeir falli í vor því að þetta lið eiðileggur bara styrkleika ensku deildarinnar. Ég sá þá t.d. leika á móti Arsena á dögunum og þeir voru hreint asnalegir á vellinum þetta var meira svona eins og eitthvað 3.deildar lið væri að spila með 10 manns í vörn.

Svo var það líka Lárus Orri Sigurðsson sem mig langar að tala aðeins um. Að mínu mati finnst mér hann ekki góður frekar lélegur! Hann á ekki heima í íslenska landsliðhópnum Atli er eitthvað skrýtin að hafa valið hann. Í leikjum með W.B.A. er hann með lélegar sendingar trek í trek. Hann er bara sterkur líkamlega en hefur því miður ekki mikið af öðrum hæfuleikum.

-hvað finnst ykkur??