Persónulega finnst mér Man City vera að spila allra besta sóknarboltann á Bretlandseyjum í dag ásamt Arsenal þegar þeim tekst vel upp. Það er mjög gaman að fylgast með liðinu og svo er maður farinn að bera einhverja tilfinningar til Main Road þó maður sé Chelsea fan í húð og hár. En það er greinilegt að Kevin Keagan er að gera frábæra hluti með liðið hann tók við þeim í fyrra og kom þeim upp og nú sigla þeir lignan sjó um miðja deild. Þessu góða gengi er bara hægt að þakka einum manni honum Kevin Keagan hann er gjörsamnlega að sanni sig sem einn af svona þrem færustu þjálfurum í Englandi þó víða væri leitað. Í sumar gerði hann líka fínustu kaup fékk Anelka á einhverju djókverði og fékk snillinginn hann Marc Vive Foe að láni með sammningi í huga eftir fyrsta season og hann er að brillera núna eins og kannski alþjóð veit. Síðast en ekki síst fékk hann danann fljúgandi í markið hann Peter sem enginn efast um að sé einn besti markvörðue heims þó fimmtugsaldurinn nálgist óðfluga. En sem sagt þetta er mín skoðun á liðinu, hvað finnst ykkur ?