Newcastle United gekk ekki vel undir stjórn af Ruud Gullits, fyrir tveimur árum síðan. Reyndar gekk þeim hræðilega.
Þeir voru í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og allt stefndi í fall niður í fyrstu deild, þegar Bobby Robson tók við liðinu.
Hann náði að koma liðinu upp undir miðju deildarinnar og bjarga liðinu frá falli.
Undir hans stjórn náði liðið frábærri byrjun næsta ár og með frábærri þrautseigju og baráttu, náðu þeir 4.sæti deildarinnar.
Það er að segja sæti í Meistaradeild Evrópu. Þeir lentu í riðli með Juventus, Feyenoord og Dynamo Kiev.
Þeim gekk ekki vel í byrjun og töpuðu fyrstu þremur leikjunum.
Þeir náðu þó að rífa sig upp og unnu seinni þrjá leikina og redduðu sér upp úr riðlinum, ásamt Juventus.
Það sem einkenndi liðið voru hraðar skyndisóknir, mörg mörk, þeir gáfust ekki upp og mjög skemmtilegur fótbolti.
Þetta ár byrjuðu þeir ekki jafn vel, en hafa verið að sækja í sig veðrið.
Aðal vandamál liðsins hefur verið vörnin. Vörnin hefur verið að klikka hræðilega á þessari leiktið og sum mistökin alveg út í hött.
Bobby Robson hefur verið að reyna að laga hana, en það hefur lítið gengið þó að það komi auðvitað leikir þar sem vörnin stendur sig frábærlega.
Söknarleikurinn hefur verið góður og er markahrókurinn mikli Alan Shearer þar fremstur í flokki, ásamt Craig Bellamy sem ógnar varnarmönnum andstæðinganna gífurlega með undraverðum hraða sínum.
Shay Given hefur verið traustur í markinu og aftar en ekki bjargað þeim.
Þar með er þessari grein lokið.
„The dreams in which I´m dying are the best I´ve ever had.“ - Mad World