Sir Bobby Robson Sir Bobby Robson

Lið: Newcastle United
Ráðinn: 02/09/1999
Fæðingardagur: 18/02/1933
Fyrrverandi lið: PSV, Barcelona, FC Porto, Sporting Lisbon, England, Ipswich Town, Fulham

Þjálfaraferill Bobby byrjaði í Canada árið 1967, sem spilandi þjálfari hjá Vancouver Royals. Sem leikmaður spilaði hann 20 landsleiki fyrir enska landsliðið, hann lék einnig með Fulham og W.B.A.

Hann snéri aftur til Fulham árið 1968 en var rekinn í nóvember það ár. En tveimur mánuðum síðar tók hann við Ipswich Town.

Lið Ipswich var í gömlu 4. deildinni á þessum árum, en hann náði að koma þeim upp í fyrstu deild (úrvalsdeild) á aðeins þremur árum. Hann náði þó aldrei að vinna deildina en hann náði þó að vinna F.A cup árið 1978, þar sem þeir unnu Arsenal í frægum leik.
Hann náði líka að koma Ipswich í UEFA keppnina og vann hana svo árið 1981, líklega mesta afrek í sögu Ipswich. ‘A þessum árum voru leikmenn á borð við George Burley, Mick Mills, John Wark, Paul Marnier, Terry Bucher, Russel Osman, Eric Gates og Hollendingurinn, Arnold Mullen. ’A þessu árum spilaði Ipswich frábæra knattspyrnu og áhangendum liðsins leist vel á. Ipswich voru nálægt því að vinna deildina tímabilin 80/81 og 81/82, en þeir glötruðu niður forysttu og hleyptu liðum fram úr sér.

Sir Bobby fékk ekki annað tækifæri til að vinna deildina með Ipswich því að enska knattspyrnusambandið, völdu hann til að þjálfa enska landsliðið. Hann fór með enska landsliði á tvær HM, þar sem liðið var slegið út á móti komandi sigurvegurum í bæði skiptin. England datt út á móti Argentínumönnum árið 1986 í 8-liða úrslitum, en á móti Vestur-Þýskalandi árið 1990 í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum.

Þegar landsliðsþjálfaraferill hans var úti, kom hann mörgum á óvart með því að taka tilboði liðs í Hollandi, PSV Eindhoven. Hann vann svo hollenska meistaratitilinn árið 1992.

Svo lá leið hans til Portúgal og þar tók hann við Sporting Lisbon.
Hann var svo rekinn ári seinna vegna taps í UEFA keppninni, þrátt fyrir að Sporting væru efstir í portúgölsku deildinni. Hann var kyrr í Portúgal og tók við FC Porto nokkrum vikum síðar. Þeir unnu svo Sporting í úrslitum bikarkeppninnar. Hann vann svo deildina næstu 2 tímabilin, áður en hann tók við Katalósku risunum í Barcelona.

Hann byrjaði á að kaupa ungan Brasilíumann til félagsins fyri 30 milljónir punda, Hann vann einmitt með honum hjá PSV í stjóratíð hans þar. Orðspor hans hækkaði mikið bara við kaupin á þessum eina leikmanni, því að þessi kaup áttu sannarlega eftir að borga sig, því að árið 1997 þá unnu Barcelona Evrópukeppni bikarhafa, spænsku bikarkeppnina og Barcelona enduðu í 2.sæti deildarinnar.
Hann var þó látinn víkja fyrir Johan Cruyff, og var gerður að yfirnjósnara og hann átti að finna góðann efnivið í Evrópu.

Bobby snéri aftur til PSV árið 1998 áður en hann fór aftur heim til Englands og tók við af Ruud Gullit sem þjálfari Newcastle. Þar var verkefni hans að bjarga liðinu frá falli fyrsta tímabilið og berjast svo um titla næstu ár.

Honum var boðið að taka við enska landsliðinu í annað sinn þegar fyrrum þjálfari og hetja Newcastle hætti, en stjórn Newcastle vildu ekki leyfa honum það.

Eftir að hann hafði fengið nokkra af efnilegustu leikmönnum Englands til liðs við sig t.d. Kieron Dyer, Jermaine Jenas og Craig Bellamy, og Alan Shearer sem fyrirliða, ætlaði hann að take ensku deildina með trompi tímabilið 01/02.

Newcastle juku væntingar margra þegar að þeir voru á toppi deildarinnar um jólin. Þeir náðu þó ekki að fylgja því eftir en enduðu þó í 4.sæti með Leeds og Chelsea á hælum sér. Þetta þýddi að þeir voru komnir í undankeppni meistaradeildarinnar næsta tímabil.

Hann fékk svo verðlaun frá LMA fyrir störf sín í Maí 2002, mánuði eftir var hann aðlaður af drottningu Bretlands og þess vegna heitir hann Sir Bobby Robson.

Fyrir leiktíðina 02/03 fékk hann til liðs við sig tvo efnilega leikmenn, þá Hugo Viana og Titus Bramble.

Newcastle hefur gengið mjög vel á þessari leiktíð og eru í 4.sæti og hver veit nema að fyrsti titill Sir Bobby hjá Newcastle komi núna á þessari leiktíð?

Kveðja Gummo55