Alveg eins og í fyrra tók ég saman hápunktana í íslenskri knattspyrnu á árinu með hjálp bókarinnar Íslensk knattspyrna 2002. Vel getur verið að ég hafi gleymt einhverju og þá verður það bara að vera svo. Ég vil nota tækifærið og óska ykkur gleðilegs árs! (Ég er ekki að ætlast til þess að þið lesið þetta allt, heldur er hér aðeins stiklað á stóru á árinu.)
____________________

JANÚAR
- Jón Skaftason, 18 ára KR-ingur, hafnaði tilboði frá Lyn.
- Framherjinn Veigar Páll Gunnarsson gekk til liðs við KR frá Strömsgodset.
- Fram varð íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu með því að leggja KR að velli í úrslitaleik. KR vann titilinn í kvennaflokki.
- Hreiðar Bjarnason varnarmaður Fylkis sleit hásin í mótinu.
- Landsliðið lék tvo vináttulandsleiki, gerði jafntefli gegn Kuwait og tapaði fyrir Sádi-Arabíu.
____________________

FEBRÚAR
- Reynsluboltinn Gestur Gylfason yfirgaf Keflavík og fór í Dönsku C-deildina. Þá var Hjálmar Jónsson seldur til Gautaborgar í Svíþjóð.
- Molde í Noregi keypti Ólaf Stígsson frá Fylki.
- Júlíus Tryggvason fór frá Þór í KA.
- Fyrirliði Fram, Valur Fannar Gíslason, var seldur til Fylkis fyrir þrjár milljónir.
____________________

MARS
- Fylkir gerði Peterborough tilboð í Helga Val Daníelsson en því var hafnað.
- Davíð Þór Viðarsson úr FH gekk til liðs við Lilleström. Liðið vildi einnig fá Kjartan Sturluson markvörð Fylkis en settur var of hár verðmiði á hann.
- Ragnar Steinarsson fór aftur til Keflvíkinga.
- Ísland steinlá í vináttulandsleik gegn Brasilíu 6-1 en Brassarnir urðu síðar heimsmeistarar.
____________________

APRÍL
- Fylkir, FH, KR og Grindavík fóru til Spánar og héldu mót sem síðastnefnda liðið vann.
- Tryggvi Bjarnason úr KR meiddist á mótinu og var frá fram á mitt sumar.
- Sigurður Ragnar Eyjólfsson ætlaði að fara til ÍBV en fékk ekki leyfi til þess frá vinnuveitenda sínum í Reykjavík, KSÍ. Hann fór því til KR.
- Sigursteinn Gíslason KR-ingur fór í aðgerð og var frá næstu mánuði.
- Kvennalið Vals varð Reykjavíkurmeistari.
____________________

MAÍ
- FH vann stærsta titil sinn í sögu meistaraflokks karla þegar þeir unnu Fylki naumlega í úrslitaleik Deildarbikarsins.
- Þróttur varð Reykjavíkurmeistari með sigri á KR í úrslitaleik 1-0.
- Í Deildarbikar kvenna vann KR Reykjavíkurmeistara Vals í úrslitum.
- Eysteinn Hauksson samdi við Grindvíkinga.
- Tómas Ingi Tómasson kom til liðs við ÍBV á ný.
- Grindvíkingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum í hinni árlegu spá. Keflavík og Þór var spáð falli.
- Margir af fastamönnum ÍA voru meiddir þegar Íslandsmótið hófst. Íslandsmeistararnir töpuðu þremur fyrstu leikjunum.
- ÍBV fékk Norður-Írann Gareth Graham og Ingi Sigurðsson var kjörinn bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
- Eftir þrjár umferðir sat Keflavík á toppnum.
- Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði glæsimark í 1-1 jafntefli gegn Noregi í vináttulandsleik.
____________________

JÚNÍ
- Grindavíkurvelli var lokað vegna endurbóta.
- Bjarki Gunnlaugsson gerði samning við ÍA og var liðinu heldur betur góður liðsauki.
- Sigurvin Ólafsson var besti maður KR í fyrstu umferðunum en meiddist í bikarleik 14.Júní og missti af 6 næstu deildarleikjum.
- Ellismellurinn Hlynur Stefánsson gekk enn og aftur til liðs við ÍBV.
- Ashley Wooliscroft gekk til liðs við Þórsara frá Telford í Englandi.
- Baldur Aðalsteinsson meiddist gegn Fram og lék ekki fimm næstu leiki ÍA.
- Steingrímur Jóhannesson skoraði sitt 70.mark í efstu deild gegn Grindavík.
- Ásmundur Arnarsson hætti hjá Fram og fór til Völsungs í 2.deild. Fram fékk í hans stað Egil Atlason frá KR.
- Sigurvin Ólafsson var kjörinn besti leikmaðurinn í sex fyrstu umferðunum.
- Eftir átta umferðir voru Fylkismenn komnir á toppinn en gömlu stórveldin ÍA og ÍBV voru í fallsætum.
- FH lék í Intertoto keppninni og sló út Cementarnica frá Makedóníu.
____________________

JÚLÍ
- FH datt úr keppni með sæmd í Intertoto, gerðu jafntefli við spænska liðið Villareal í seinni leiknum en hafði tapað þeim fyrri.
- Skagamenn stóðu sig hræðilega í forkeppni Meistaradeildarinnar og fellu út í fyrstu umferð fyrir bosnísku meisturunum Zeljeznicar, töpuðu 3-0 á útivelli og 1-0 á heimavelli.
- Markvörðurinn Atli Knútsson hætti hjá Grindavík.
- Varnarmaður Fram, Sævar Guðjónsson, snéri aftur eftir erfið meiðsli. Sömuleiðis Eggert Stefánsson.
- Besti maður FH, sóknarmaðurinn Valdas Trakys frá Litháen, lék sinn seinsta leik fyrir félagið.
- Atli Viðar Björnsson lék sinn fyrsta leik með FH eftir eins árs fjarveru vegna hnémeiðsla.
- Keflavík var með sjö örvfætta leikmenn í byrjunarliðinu gegn ÍBV og unnu 1-0.
- Fylkir var enn í efsta sætinu eftir 12.umferðir en þó aðeins á markatölu. KR fylgdi þeim eftir en önnur lið voru ekki líkleg.
____________________

ÁGÚST
- Edilon Hreinsson fór til Hauka frá Fram.
- Grindavík vann ÍA 2-1 og var mark Grétars Hjartarsonar valið fallegasta mark ársins.
- Hlynur Stefánsson lék sinn 200.leik í efstu deild.
- Bjarki Gunnlaugsson varð að taka sér frí og lék ekki meira með ÍA.
- Þormóður Egilsson úr KR var valinn bestur í umferðum 7-12.
- Framherji Þórs, Orri Freyr Hjaltalín, fór til Tromsö í Noregi.
- Einar Þór Daníelsson og Guðmundur Benediktsson voru meiddir á lokasprettinum.
- Neil McGowan fór frá KA til Skotlands.
- Njáli Eiðssyni var sagt upp störfum hjá ÍBV eftir síðari leik Eyjamanna í UEFA bikarnum gegn AIK sem þeir töpuðu.
- Valur tryggði sér sæti í Símadeildinni.
- Íslenska landsliðið vann Andorra léttilega í vináttulandsleik 3-0 á Laugardalsvelli.
- ÍBV og Fylkir léku í forkeppni fyrir UEFA bikarinn og töpuðu bæði.
____________________

SEPTEMBER
- Ísland tapaði í vináttulandsleik fyrir Ungverjum 0-2.
- Fylkir var sjö mínútum frá Íslandsmeistaratitlinum, með sigri á KR í 17.umferð hefði titillinn verið kominn í hús en KR jafnaði í lokin.
- Aðalsteinn Víglundsson þjálfari Fylkis fékk að líta rautt í leiknum og var því í banni í seinustu umferðinni.
- Í lokaumferðinni unnu Skagamenn óvæntan sigur á Fylki 2-0 og þurftu Árbæingar því að horfa á eftir þyrlunni fljúga með Íslandsmeistarabikarinn á brott.
- Þyrlan lenti í Vesturbænum þar sem KR vann Þór 5-0 og urðu Íslandsmeistarar 2002.
- Willum Þór Þórsson hafði með sigri KR stýrt liðum til sigurs í öllum deildum Íslandsmótsins.
- Keflavík fylgdi Þór niður í 1.deild því þeir voru með slakari markatölu en Fram.
- Kristján Guðmundsson þjálfari Þórs var ráðinn til starfa hjá ÍR sem var nýfallið í 2.deild.
- Grétar Hjartarsson (Grindavík) var markahæsti maður deildarinnar og hlaut því gullskóinn.
- Í 1.deild komst Þróttur upp með Val en ÍR féll með Sindra.
- KR varð Íslands- og bikarmeistari í kvennaflokki.
- Fylkismenn fengu sárbót þegar liðið varð bikarmeistari með sigri á Fram í úrslitaleik.
____________________

OKTÓBER
- Ísland lék fyrsta leikinn í undankeppni EM og beið beiskan 0-2 ósigur. Í næsta leik vann liðið Litháen 3-0 þar sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði tvö.
- Íslandsmeistarar KR sópuðu að sér nýjum leikmönnum. Kristján Örn Sigurðsson kom frá KA, Scott Ramsey frá Grindavík, Garðar Jóhannsson frá Stjörnunni og Hilmar Björnsson frá FH.
- Kjartan Antonsson úr ÍBVgerði þriggja ára samning við Fylki.
- KA misti Ásgeir Má Ásgeirsson og Júlíus Tryggvason, Ásgeir hætti en Júlíus fór í Þór.
- Kristinn Lárusson ákvað að taka skóna fram á ný og leika með Val.
- Framarinn Sævar Guðjónsson laggði skóna á hilluna og liðið fékk í hans stað Ragnar Árnason frá Stjörnunni.
- Baldur Bjarnason tók skóna úr hillunni og stefnir á að leika með Fram á þessu ári.
- ÍBV og FH réðu nýja þjálfara: Eyjamenn fengu Magnús Gylfason og Hafnfirðingar Ólaf Jóhannesson.
____________________

NÓVEMBER
- Fylkismaðurinn Kristinn Tómasson færði sig yfir í Fram.
- Jóhann G. Möller úr FH gekk til liðs við nýliða Vals.
- ÍBV neitaði tilboði Fylkis í sóknarmanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
- Tryggvi Bjarnason úr KR fór til Eyja til að taka við hlutverki Kjartans Antonssonar.
- Grindvíkingar sömdu við Óðinn Árnason varnarmann Þórs.
- Margir Grindvíkingar kættust við þær fréttir að hinn reynslumikli Ólafur Gottkskálksson mun spila í marki liðsins á næstu leiktíð.
- Keflvíkingar voru krýndir íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu en mótið var haldið á nýjum tíma. KR-stúlkur unnu öruggt í kvennaflokki.
- Markadrottningin Olga Færseth hélt til Eyja þar sem hún mun spila með ÍBV.
____________________

DESEMBER
- Ómar Valdimarsson yfirgaf Fylki og hélt glaðbeittur í Selfoss.
- KR ætlaði að losa sig við Gumma Ben sem ekki var sáttur með þá meðferð sem hann fékk og veit ég ekkert hvar málin standa nú.
- Auðun Helgason ákvað að snúa aftur til FH.
- Lee Sharpe var orðaður við Grindavík en hann ætlar til landsins á næstunni að kanna aðstæður.
- Bræðurnir Þórður og Stefán Þórðarssynir skrifuðu undir hjá ÍA.
- Bjarki Gunnlaugs ákvað að freista þess að leika með KR í sumar.
- Guðni Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru valdir meðal 10 bestu íþróttamanna landsins.