"El Tel" Mig langar að skrifa meira um þjálfara, að þessu sinni er það Terry Venables þjálfari Leeds United.

Terry Venables

Terry er fæddur þann 1/6/1943. Ferill hans sem leikmaður byrjaði hjá Chelsea, þar hafði hann komið upp unglingaliðin. Þar spilaði hann yfir 200 leiki sem miðjumaður og hjálpaði Chelsea að vinna deildarbikarinn árið 1965.

Eftir sex leiktíðir á Stamford bridge lá leið Terry til Norður-Lundúna þar sem hann spilaði með Tottenham. Hann var þar í þrjú ár áður en hann fór aftur til Vestur-Lundúna. Hann gekk þá til liðs við Q.P.R. og fór svo aftur suður til Crystal Palace.

Þegar hann hætti svo sem leikmaður þá fór Terry til Selhurst park þar sem hann tók það að sér að þjálfa Malcolm Allison. Hann gerði þá svo að meisturum í 2.deild tímabilið 78/79.

Hann kom svo aftur til Q.P.R., nú til að þjálfa liðið. Hann náði þar frábærum árangri og kom þeim í bikarúrslit árið 1982 og kom þeim upp úr 2.deild sama ár.

'Arangur hans hjá þessum tveim Lundúnaliðum vakti áhuga tveggja liða, eins í Englandi og eins í Evrópu. Svo árið 1984 tók Terry við risunum í og þar fékk hann gælunafnið “El Tel”.

Hann laðaði nokkra af bestu leikmönnum Englands til Cataloniu í þriggja-ára valdastöðu hans á Spáni. T.d. Mark Hughes, Gary Lineker og Steve Archibald. Terry náði svo að vinna spænska meistaratitilinn 1985 og deildarbikarinn sama tímabil. En hinsvegar töpuðu þeir í úrslitum meistaradeildarinnar sama ár á móti Steaua Búkarest frá Rúmeníu í vítaspyrnukeppni.

Terry snéri aftur til London árið 1987 til að þjálfa annan fyrrverandi klúbb, Tottenham Hotspur. Með Gary Lineker og Paul Gascoigne innanborðs, náðu Spurs góðum árangri í FA. bikarnum, þeir unnu Nottingham Forest í úrslitum á Wembley.

Eftir rifrildi á milli hans og stjórnaformanns Spurs, Alan Sugar var Terry rekinn, aðeins mánuði eftir bikarmeistaratitilinn. Þreimur árum síðar snéri hann aftur til að þjálfa, þá sem þjálfari enska landsliðsins.

Stíll Terry virkaði fullkomlega til að þjálfa landslið.Þeir spiluðu frábærlega á heimavelli á evrópukeppninni 96" og komust í undanúrslit. ‘A leð sinni þangað höfðu þeir m.a. unnið Hollendinga 4-1 í riðlakeppninni, sem þykir ein besta frammistaða Englendinga í sögu landsins. Þeir unnu Spán í 8-liða úrslitum í vítaspyrnukeppni. Svo kepptu þeir við Þjóðverja og leikurin endaði aftur í vítaspyrnukeppni, en í þetta sinn biðu Englendingar lægri hlut. Keppnin endaði svo með sigri Þjóðverja í úrslitum.

Störf hjá Portsmouth og Crystal Palace fylgdu í kjölfarið, sem og stuttur ferill sem landsliðseinvaldur ’Astrala sem voru nálagt því að komast í fyrsta sinn á HM.

Það var tveim árum síðar sem Terry fékk að kynnast lífinu í PL. Þar fékk hann það verkefni að bjarga liði Middlesbrough frá falli í fyrstu deild, og enn einu sinni tókst honum það á afgerandi hátt.

Terry snéri sér svo að öðrum störfum nú sem lýsir á ITV. Þar var hann fram yfir HM:02.

Nokkrum dögum eftir enda HM var hann nefndur sem arftaki David O'Leary sem hafði verið rekinn stuttu áður.

Einnig voru Martin O'Neill, Mick McCarthy og Steve McClaren nefnd í því sambandi, en Terry hlaut starfið og var ráðinn
8 Júlí 2002.

Þar sem Terry hafði áður unnið með ástralska tvíeikinu Mark Viduka og Harry, var Venables vænlegur kostur. Með hans reynslu var búst við miklu vegna þess að O'Leary hafði keypt mikið undanfarin fjögur ár.

Eitt af fyrstu verkefnum Venables sem þjálfari Leeds var að reyna að halda í landsliðsmiðvörðinn Rio Ferdinand. En hann ákvað að ganga til liðs við Manchester United fyrir metfé, £30 milljónir í júlí.

'Arangur Venables hefur ekki staðið undir væntingum, en Leedsarar eru þó á mikilli siglingu og hafa nú unnuð 3 af síðustu 4 leikjum.
Það er alveg ljóst að Terry er frábær þjálfari og efast ég ekki um að Leeds nái 6-10 sæti.


P.S. Látið mig vita hvort þið séuð að fíla þessar greinar um þjálfara, ég get alveg skrifað um fleiri þjálfara ef þið viljið, ég hef mikla ánægju haft af því að skrifa þessar greinar.