eftir að Ac greinin kom inn varð ég að svara henni!

Ég ætla núna að segja stuttlega frá liði sem ég held mikið upp á í knattspyrnu.
Liðið heitir Internazionale einnig þekkt sem Inter Milan og er staðsett í Mílanó á ítalíu. Ég ætla að koma með smá upptalningu af afrekum Inter manna og smá persónulegar skoðanir í endann.

Liðið var stofnað árið 1908 af ítölskum og svissneskum leikmönnum sem voru orðnir þreyttir á enskum áhrifum á fótbolta í Mílanó.Ég ætla að koma með smá upptalningu af afrekum Inter manna og smá persónulegar skoðanir í endann.
Fyrsta keppnistímabil þeirra Inter manna gekk vel og þeir hömpuðu Scúdettunni eins og
bikarinn var kallaður. Ef lið vinnur scúdettuna oftar en 10 sinnum fær það lið stjörnu á búning sinn.
Þeir lentu í efsta sæti í deildini ásamt öðru liði sem kallaði sig Pro Vercelli.
Vercelli menn voru yfir Inter á markahlutfalli.
Knattspyrnusamband Ítalíu krafðist þess að spilaður yrði leikur um hverjir væru réttmætir meistarar deildarinnar.
En Pro Vercelli höfðu þegar sent lið sitt til keppni annarstaðar og urðu þeir því að tefla fram all ungu og óreyndu liði sem innihélt m.a nokkra ellefu ára stráklinga.
Leikurinn endaði 11-3 fyrir Inter menn og hömpuðu þeir Scúdettunni í annað sinn í sögu Inter. Árið 1914 komust Inter áfram inn í héraðskepnni á Ítalíu en þá var deildin á Ítalíu þannig að ef lið stóð sig vel komst það áfram í héraðskeppni og ef því gekk vel þar þá komst það í landskeppnina.
Inter menn duttu út í héraðskeppninni árið 1914 en árið eftir komust þeir áfram í landskeppnina en hætta þurfti allri keppni útaf Fyrri Heimstyrjöldinni.
Kepnni hófst aftur árið 1919 og töpuðu Inter menn aðeins einu sinni á leið sinni yfir til Norður-Ítalíu þar sem úrslitin um hverjir kæmust áfram í landskeppnina.
Þeir mættu sterku liði Juventus frá Torino. Leikurinn fór 1-0 fyrir Inter og komust þeir áfram í landskeppnina .Í úrslitum það mættu þeir liði sem kallaði sig Livorno .
Inter menn unnu þá í æsispennandi leik sem endaði 3-2.
Ekki gekk vel hjá Inter á næstu árum og komust þeir í landskeppnina á árunum 1922,1927 0g 1928 en ekkert gekk þar og duttu þeir út í öll skiptin.
Í lok ársins 1928 ákváðu þeir að sameinast við lítið lið í Mílanó borg sem hét
US Milanese.Liðin ákváðu að kalla sig Ambrosiana SS Milano eftir þjóðhetju Mílanó manna Ambrosio.
Árið 1929-1930 unnu Ambrosiana deildina sem var nú með nýju fyrirkomulagi.
Deildin var kölluð SerieA og var hún með bestu liðunum á Ítalíu.
Síðan var til Serie B og Serie C.
Potturinn og pannan í liði Ambrosia var Guiseppe Meazza sem var sóknarmaður Inter manna. Liðið skoraði 85 mörk í 34 leikjum.
Eftir sigurinn í deildinni hófst frábært tímabil hjá liði Inter.
Eftir þetta tímabil skipti liðið um nafn og kallaði sig AS Ambrosiana.
Ekki gekk allt sem skyldi og liðið lenti í 5.sæti árið 1931 og 7.sæti árið eftir.
Á þessum tveimur árum gekk hræðilega að skora mörk því að mikil áhersla var lögð á vörn hjá liðinu.
Árið 1932 breytti liðið nafni sínu í AS Ambrosinana Inter Milano og á leiktímabilinu 1932-1933 flæddu mörkin beinlínis inn hjá Inter og skorðuðu þeir 80 mörk í 34 leikjum.
Aðeins meistarar Juventus skorðuðu fleiri mörk eða 83.En í samanburði í varnarleik fengu Juve menn aðeins 23 mörk á sig en leikmenn Inter 53.
Næstu tvö keppnistímabil hélt þetta svona áfram og skoruðu Inter glás af mörkum en fengu líka helvíti mikið af þeim á sig.Bæði þessi ár lentu þeir í öðru sæti á eftir Juventus.
Þess má geta að Inter vann keppni sem hét Mitroa keppnin árið 1933 þannig að þeir náðu í einhvern bikar.Leiktímabilið 1936-37 unnu Inter menn aðeins 5 leik sem ekki voru spilaðir í Mílanó. Inter sneri blaðinu við á næsta tímabili.Reyndar urðu allir útileikirnir að jafnteflum og var það nóg til að sigra Serie A, tveimur stigum á undan Juventus.
Árið 1939 unnu Inter Bikarkeppnina og árið 1940 unnu þeir deildina og efengu þeir fæst mörk á sig af öllum liðum í deildinni sem verður að teljast nokkuð gott miðað við fyrri tímabil liðsins.
Seinni Heimstyrjöldin truflaði næsta keppnistímabil og hætta þurfti keppni.
AS Ambrosio Inter Milan ákváðu þá að breyta nafni sínu endanlega yfir í FC Internazionle Milano og tveimur árum seinna fluttu þeir á San Siro leikvanginn.
Inter komust fljótt í sitt gamla form aftur með því að skora mikið en ganga illa að verjast.
Árin 1949-1952 lentu Inter menn í öðru og þriðja sæti í deildinni.Á þessum tíma skoruðu Inter að meðaltali 94 mörk á tímbili en það var ekki nóg til að vinna deildina.
Inter voru meðal markalægstu liðanna árið 1953 þegar þeir unnu deildina.
Þeir fengu aðeins 24 mörk á sig en til samanburðar hafði liðið fyrir neðan Inter, Juventus fengið á sig 40 mörk.
Næsta keppnistímabil var jafnvel betra þar sem vörnin stóð sig jafnvel og mörkin komu einnig, alls 67 mörk.
Árið 1955 keypti Milljarðamæringurin Angelo Moratti liðið og ásamt honum fylgdi nýr þjálfari frá Barcelona.Ekkert gekk í nokkur ár þangað til árið 1962 þegar Inter fékk á sig fæst mörk í deildinni og leni í öðru sæti á eftir grönnum sínum í AC Milan.
Árið 1963 unnu þeir síðan deildina undir stórn nýja þjálfarans.
Inter menn voru óheppnir að vinna ekki deildina árið þar á eftir þar sem þeir lentu í fyrsta sæti ásamt Bologna.Leika varð úrslitaleik þar sem Bologna báru sigur úr býtum 2-0.
Í evrópukeppninni gekk Inter vel en leiðin í úrslitin var löng og erfið.
Í úrslitum mættu þeir stórliði Real Madrid og fögnuðu sigri 3-1 og unnu þar með sinn fyrsta Evróputitil.Áfram hélt velgengni Inter og unnu þeir deildina 1965, komust í úrslit í bikarkeppninni en töpuðu þar og unnu síðan Evrópukeppnina í úrslitaleik gegn Benfica.
Ekkert gekk í nokkur ár þangað til árið 1971 þegar þeir unnu deildina enn einu sinni.
Inter gekk ekki vel næstu árin þó að einn og einn bikar eftir bikarkeppnina kom í hús.
Árið 1989 vannst deildin aftur eftir nokkra bið.
10 áratugurinn var hörmung fyrir Inter þar sem þeir unnu aðeins bikarkeppnina einu sinni og UEFA keppnina tvisvar á árunum 1991 og 1994.
10 áratugurinn var beinlínis í eigu AC Milan nágranna Inter en þeir unnu hvern bikarinn á fætur annan.Ekkert gekk hjá Inter þangað til kepppnistímabilið 2001-2002 þar sem þeir voru með forystu í deildinni lengi vel en eitthvað klikkaði á endasprettinum og AS Roma og Juventus komust upp fyrir Inter og lenti Inter í þriðja sæti en Juventus sigruðu deildina naumlega. Þetta tímabil spilaði Inter frábæran bolta að mínu mati með einn sterkasta framherja í heimi Christian Vieri í fararbroddi. Ronaldo var einnig í herbúðum þeirra en átti við alvarleg meðisli að stríða.
Árið 2002 var Ronaldo síðan seldur til stórrliðsins Real Madrid og voru Inter áhangendur mjög óhressir með þessa ávörðun Ronaldos. Að sögn Ronaldos hafði þjálfarinn Hector Raul Cuper ekki leyft sér að spila nóg.
Um hálftíma eftir að Ronaldo var seldur sömdu forráðamenn Inter um kaup á farmherjanum Hernan Jorge Crespo sem var til mála hjá Rómarliðinu Lazio sem hafði átt í miklum fjárhagsvandræðum.
Ég vona svo sannarlega að Inter vinni þetta tímabil með stæl.

Takk fyri